20 júní 2007

Hvað kostar að selja fasteign?

V3 fylgist með því hvað það kostar að selja fasteign

Dagsetning könnunar
20.06.2007
Leitað var á ,,Google" undir leitarorðinu ,,fasteignasala". Leitað var að verðskrá/gjaldskrá eða upplýsingum um verð hjá fyrstu 20 fasteignasölum sem birtust.
Niðurstaða:
5 af 20 fasteignasölum sem voru skoðaðar birta einhverjar upplýsingar um kostnað vegna sölu.
15 af 20 fasteignasölum sem voru skoðaðar birta ekki upplýsingar um kostnað vegna sölu.
Sjá nánar á www.V3.is

15 júní 2007

Hvaða skref þarf að taka til að byrja?

Eftirfarandi geta skráðir notendur gert í Viðhaldsbók eigandans

1. Skrá eign á eignalistann. Viðhaldsbókin er búin til. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni fyrir eign sem notandinn á.
2. Skrá fagmann sem hefur unnið fyrir notanda, í ,,Simaskrána þína". Þetta er hægt að gera hvenær sem er. Það þarf þó að gerast áður en viðhaldsverk er skráð á viðkomandi fagmann.
3. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út upplýsingar um viðhaldsverk sem þú stendur fyrir eða hefur staði fyrir á eigninni þinni, eftir því sem við á. Þú getur hafið skráninguna þegar verk er í undirbúningi og bætt við færsluna eftir því sem verkinu miðar áfram. Upplýsingar sem þú skráir um verkið fylgja íbúðinni um ókomna tíð.
4. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út formið ,,Byggingarsaga". Það er hugsað fyrir þig til að halda saman upplýsingum um byggingarsögu eignarinnar. Getur birst á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
5. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út formið ,,Umhverfi", sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að hugsa um að setja eignina sína í sölu þar sem þessar upplýsingar geta birst á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
6. Hvenær sem er geturðu fyllt út formið ,,Ástandslýsing". Eitt form er fyllt út fyrir t.d. eldhúsið, annað fyrir baðherbergið o.s.frv. Þannig getur eigandi eignar metið ástand hvers rýmis og gert sínar viðhaldsáætlanir út frá því. Ástandslýsingu er líka gott að fylla út ef setja á eignina í sölu, hægt að birta á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
7. Fylla út heimild til að birta valdar upplýsingar úr viðhaldsbókinni þinni vegna fyrirhugaðrar sölu eignarinnar þinnar. Þú stjórnar því hvaða upplýsingar eru birtar með því að merkja við viðeigandi færslur. Þeir sem hafa áhuga á eigninni þinni geta skoðað upplýsingarnar sem þú hefur samviskusamlega skráð um hana.
ATH: Tenging við fasteignavef er í undirbúningi og ekki frágengin þegar þetta er skrifað.

11 júní 2007

Ný virkni á V3.is - Vinna verk

,,Vinna verk" er ný virkni á www.V3.is. Á síðunni getur þú leitað að fagmanni sem aðrir fasteignaeigendur hafa skráð í viðhaldsbókina sína og eru ánægðir með. Nafn og símanúmer fagmanns sem fær ánægjueinkunn 4 eða 5 á skalanum 0 - 5 frá eiganda, birtist. Þú hefur samband við fagmanninn. Þægilegt!

Fagmaður sem vill að nafn hans birtist á síðunni, skráir sig inn á www.V3.is og skráir upplýsingar um sig og þjónustuna sem hann býður upp á. Fagmaður getur einnig skráð upplýsingar um verk sem hann framkvæmir í verkbók sína.

Þú getur leitað að fagmanni sem hefur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á hjá www.V3.is og sett þig í samband við fagmanninn. Einfalt og praktískt!

Enn ein nýjungin er að fagmenn geta leitað að húseigendum! Húseigendur skrá sig inn á V3.is og búa til viðhaldsbók með því að skrá eign sína á eignalistann, sér að kostnaðarlausu. Þegar inn er komið, býr notandi til útboðslýsingu sem birtist á www.V3.is undir ,,Vinna verk" og ,, Fagmenn leita".

,,Vinna verk" tengir þannig saman húseigendur og fagmenn og öfugt. Dreifið gjarnan upplýsingunum um vefinn sem tengir saman húseigendur og fagmenn. Því fleiri sem nýta sér vefinn, þeim mun betur nýtist hann öllum!

Viðhaldsbók hússins míns er fyrir fasteignaeigendur, húsfélög og fagmenn. Notkun er án endurgjalds.

www.V3.is

06 júní 2007

Leiðbeiningar: Skrá eign á eignalista



Borið hefur á vandamálum við skráningu eignar á eignalista. Ef aðeins ein eign er í húsinu verður notandi þrátt fyrir það að velja hana þ.a. færslan "litist blá"!



Leiðbeiningar:
1. Slá inn götuheiti og númer og velja sveitarfélag. Ef ekkert er valið er "Reykjavík" sjálfvalið.
2. Smella á hnappinn"Sækja"
Þá líður smá stund og texti birtist á listanum "Fasteignir"
3. Velja fasteign og í kassanum "Eignir" birtast ein eða fleiri íbúðir/eignir. Velja sína eign. Ef aðeins ein eign birtist þarf samt að velja hana.
4. Fylla út kennitölu húsfélags ef við á og hvort notandi sé í stjórn húsfélags. Má sleppa þessu og fylla þetta út síðar.
5. Smella á hnappinn "Skrá mína eign".
Ef allt gengur upp koma boðin " Eign þín hefur verið skráð".
Hafa samband í tölvupósti á vbok@vbok.is ef þetta gengur ekki upp.

05 júní 2007

V3 opnar rafræna viðhaldsbók á netinu

Síðastliðið haust fór ég á Brautargengisnámskeið á vegum IMPRU. Brautargengisnámskeiðin eru fyrir konur sem hafa áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki. Viðskiptahugmyndin mín var að opna vef sem innihéldi rafræna viðhaldsbók sem fólk gæti notað til að halda utan um framvkæmdir á eignunum sínum. Sumarið 2006 fór ég með syni mínum að skoða nokkrar íbúðir sem voru til sölu. Marg oft kom það fyrir að eigandi íbúðar hafði litlar sem engar hugmyndir um það sem gert hafði verið við eign hans! Hann vissi jafnvel ekki hvort skólplagnir væru endurnýjaðar eða ekki í 60 ára gömlu húsi. Ég sá að brýnt væri að búa til vef þar sem fólk gæti skráð sig inn og skráð upplýsingar um framkvæmdir sem það stæði fyrir á eign sinni. Og þessar upplýsingar myndu fylgja íbúðinni eftir það.

Og nú er hugmyndin orðin að veruleika. Ég stofnaði fyrirtæki, Viðhaldsbók ehf í febrúar. Og er nú búin að opna viðhaldsbókina á slóðinni www.V3.is

Þú sem lest þetta, ert velkominn að skoða síðuna V3.is og skrá þig inn. Notkunin er þér að kostnaðarlausu. Verkefnið hefur verið styrkt af "Átaki til atvinnusköpunar" og "Styrkir til atvinnumála kvenna".
Þóra Jónsdóttir