08 maí 2008

Landskrá fasteigna - 180.328 fasteignir

Í 1.tbl 1. árgangi afmælisrits Félags fasteignasala, blaðinu Fasteignir, er á bls. 12 viðtal við Margréti Hauksdóttur, aðstoðarforstjóra Fasteignamats ríkisins. Í viðtalinu kemur fram að Ísland stendur í fremstu röð ríkja varðandi skráningu upplýsinga um fasteignir á Íslandi í gagnagrunninn Landskrá fasteigna. Skráin inniheldur upplýsingar á landsvísu um allar fasteignir á Íslandi. Frá 2001 hefur verið unnið að því að sameina fasteignamatsskrá og þinglýsingabók sýslumanna.

Margrét segir að í dag (maí 2008) séu upplýsingar um 180.328 fasteignir í skránni og það sé um 96% allra þinglýstra fasteigna á Íslandi. Dæmi um upplýsingar sem vistaðar eru í Landskrá fasteigna er brunabótamat, fasteignamat og upplýsingar um þinglýsta eigendur fasteignar.

Auk ýmissa annarra upplýsinga sem eru vistaðar í Landskránni má finna þar loftmyndir af 97% allra mannvirkja á landinu og ætli það sé ekki stærsta myndasafn landsins? Þú getur skoðað loftmynd af hvaða fasteign sem er með því að fara inn á vefinn hjá fasteignamatinu og slegið inn heimilisfang í reit ofarlega til hægri á forsíðunni.

V3.is sækir einmitt upplýsingar um fastanúmer fasteignar í Landskrá fasteigna þegar notandi býr til viðhaldsbók fyrir eign sína. Fastanúmer eignar er kennitala eignarinnar og þótt íbúð/eign skipti um eigendur heldur hún alla tíð fastanúmeri sínu. Þannig tilheyrir einnig viðhaldsbók eignar ávalt eigninni en er ekki bundin við eigandann.