08 nóvember 2008

Nú er kominn tími til að opna viðhaldsbók fyrir húsið/íbúðina...

Nú eru viðhorf okkar til hlutanna að breytast. Við sjáum gildi þess að fara vel með hlutina, og vera aðhaldssöm þegar kemur að framkvæmdum í húsinu/íbúðinni okkar. við förum ekki út í framkvæmdir nema þær séu nauðsynlegar. Það er okkur aldrei sem fyrr dýrmætt að halda utan um hvað við látum gera við húsið og fagmennina okkar, sem vinna fyrir okkur. Þegar við fáum góða fagmenn, ættum við að mæla með þeim við hvert annað, ekki satt?
Nú skulum við passa upp á staðreyndirnar um það hvernig við höfum haldið eigninni okkar við. Við skulum vera varkár og passasöm og skrá upplýsingar um viðhaldið á húsunum okkar í viðhaldsbók hússins okkar. Á netinu! Ekki rjúka út í viðhald þegar við getum flett upp í viðhaldsbókinn og sjáum að það eru bara 5 ár síðan eldhúsið var endurnýjað. Dittum frekar að því sem er vel gert og skráum hjá okkur allt sem við gerum. Eins úr hverju hlutirnir eru, hvaðan er eldhúsinnréttingin o.s.frv. Sýnum fyrirhyggju og skráum viðhaldið okkar í Viðhaldsbók hússins, www.V3.is. Skráning og notkun er án endurgjalds. Vefurinn er ekki rekinn í ágóðaskyni heldur vegna áhuga eiganda á þessu málefni.