11 janúar 2008

Að rífa gamalt hús og byggja nýtt

Getum við sem húseigendur, ákveðið að rífa húsið okkar og byggja nýtt á lóðinni?
Hvaða ferli setjum við af stað ef við ákveðum að rífa húsið okkar? Er nóg að sækja um hjá Byggingafulltrúa?
Það væri gaman að fá að vita meira um hvernig þetta fer fram í framhaldi af umræðunni um húsin á Laugavegi 2 og 4, sem eru eftst á baugi um þessar mundir. Ef einhver ykkar, kæru lesendur, veit eitthvað um þetta, segið okkur hinum frá því hvernig svona mál ganga fyrir sig almennt í Reykjavík og/eða í öðrum sveitarfélögum.