06 ágúst 2007

Útisturta í Fljótavík, Hornströndum

Fljótavík á Hornströndum er algjör náttúruperla. Lundabaggar voru þar á ferð sumarið 2006 og komu sér upp sturtuaðstöðu. Sturtan var köld og hressandi og svínvirkaði! Enginn vildi reyndar leyfa V3 vaktinni að taka mynd af sér í sturtunni.
Surtan er hugvitsamlega byggð úr plastbrúsa, málningardós, gömlu stelli af hjólbörum og garðslöngu. Sturtubotninn er úr plasti. Sturtan var ekki byggð til að standa nema í tvo daga og var að þeim loknum tekin niður og einingunum sem hún var byggð úr, skilað á sinn stað. Byggingameistarar voru Anna Ólöf og Björk.
Posted by Picasa

V3 vaktin á Norðurlandi

V3 vaktin heimsótti Laufás í Eyjafirði, sunnudaginn 15. júlí. Á Laufási var ,,starfsdagur" og kom V3 vaktin akkúrat að þegar störfum dagsins var að ljúka og dansinn tók við.
V3 vaktin heimsótti líka Akureyri í júlí. Athygli V3 vaktarinnar vakti vel uppgert gamalt hús í ,,Gilinu". Hús sem hefur staðið autt í alla vega 20 ár en hefur nú allt verið tekið í gegn. Verið er að klára að gera það upp að innan. Veitingastaður hefur þegar verið opnaður á efri hæð hússins en á neðri hæðinni er fyrirhugað að opna sælkeraverslun samkvæmt heimildum V3 vaktarinnar. Veitingahúsið og verslunin heita Friðrik V.
Inngangur sælkeraverslunarinnar blasir við þegar gengið er upp gilið. Verlsunin var ekki tilbúin þegar V3 vaktin átti leið hjá í júlí.
Fagmennirnir voru á fullu innandyra að koma versluninni í stand og gáfu sér tíma til að veifa V3 vaktinni sem tók mynd af þeim
Posted by Picasa

Garðar á þökum í Manhattan

V3 vaktin brá undir sig betri fætinum í júlí og heimsótti m.a. Manhattan, New York. Garðar á þökum háhýsanna vöktu athygli og hér er mynd sem sýnir myndarlegan garð á efstu hæð eins hússins.
Posted by Picasa