30 júní 2008

Mig langar í sumarbústað.........



Jæja kæru lesendur. Nú langar mig, V3 bloggarann, í sumarbústað! Ég stefni á að blogga um það sem ég verð áskynja um varðandi þessi mál. Allar athugasemdir og góðar ábendingar eru vel þegnar.

Ég byrjaði semsé í dag, mánudaginn 30. júní 2008 að skoða fasteignablöðin sem bárust inn um lúguna. Ég fann tvo bústaði auglýsta hjá Eignamiðlun Mosfellsbæjar. Ég hringdi og Svanþór sölumaður sendi mér að bragði nánari upplýsingar um bústaðina. Annar bústaðurinn er í Skorradal í Fitjahlíðum og hinn er í Húsafelli. Sá í Fitjahlíðum kostar 13,9 milljónir og sá í Húsafelli kostar meira en helmingi minna eða bara 5,9 milljónir!



Báðir eru á leigulóð, og þá vaknar fyrsta spurningin? Er maður að kaupa köttinn í sekknum með að kaupa sér bústað á leigulóð? Í sölulýsingunni fyrir bústaðinn í Fitjahlíðum er tekið fram að nýr lóðarleigusamningur skal gerður við sölu á eigninni. Ætli það sé almennt gert þegar bústaður á leigulóð er seldur?

Næsta spurning vaknar um leið, hvernig getur maður nú reiknað út hvort sé hagkvæmara að kaupa land eða leigja undir sumarbústað? Eða að kaupa gamlan bústað á leigulandi ef það þarf líka að semja við eiganda landsins við sölu? Hvort gerir maður fyrst, kaupir bústaðin af eigandanum eða semur við landeigandann? Þetta hlýtur nú allt að haldast í hendur?

En, aftur að bústöðunum tveimur. Til að byrja með skoða ég nánar upplýsingarnar um bústaðina tvo. Báðir eru semsé á leigulóð. Önnur lóðin er 0,12 hektari og hin er 0,2. Lóðin í Skorradal liggur niður að vatninu. Bústaðurinn í Skorradal er um 35 m2 og er frá árinu 1974. Það þarf að styrkja stoðir undir bústaðnum. Bústaðurinn í Húsafelli er ekki nema 22 m2 en er frá árinu 1987. Hann er töluvert minni, á minni lóð og væntanlega ekki alveg eins mikið út af fyrir sig og bústaðurinn í Fitjahlíðum.

Þá er það peningahliðin: Leigan fyrir bústaðinn í Húsafelli er 124000 krónur fyrir árið 2008, ætli það sé bara hálf leiga? Árið er jú hálfnað? Þetta þyrfti að athuga betur. 124000 er ansi há leiga. Leigan er 3 - 6 sinnum hærri en í Skorradal. Kanski er þarna einu núlli of mikið, þ.a. leigan á ársgrundvelli sé 12400*2= 24.800 krónur?

Hvað með ásett verð, hvor bústaðurinn er á betra verði? Verðið á bústaðnum frá 1974 er ca 2,2 sinnum verðið á fasteignamati + lóðamati. Verðið á bústaðnum í Húsafelli er ca 1,2 sinnum verðið miðað við fasteignamat + lóðamat.

En, hann er minni, og ef upplýsingarnar um leiguna eru réttar, þá er hún miklu hærri. Á 20 árum er leigan fyrir Húsafellsbústaðinn 120.000 eða 240.000*20=2.400.000 eða 4.800.000 en fyrir bústaðinn í Skorradal, 45000*20=900.000. Eins gott að tékka af leigutöluna fyrir bústaðinn í Húsafelli, það munar um minna.

En, báðir bústaðarnir eru komnirn á listann og um miðjan júlí verður lagt af stað í skoðunarleiðangur og bústaðirnir skoðaðir svo framarlega sem þeir verði ekki seldir. Ef til vill verða fleiri bústaðir komnir á listann þegar að skoðunarleiðangrinum kemur. Og kanski verða komnar á hann lóðir, maður ætti ef til vil að byrja á að kaupa sér lóð og gerast lóðareigandi en ekki bara sumarhúsaeigandi?

Ég segi meira frá því síðar hvernig þessi mál þróast.

Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns