22 janúar 2008

Gamlir hankar fá nýtt líf á baðherberginu

Skemmtileg útfærsla á hönkum fyrir baðherbergið
Úrræðagóðan náunga vantaði hanka á baðherbergið sitt. Hann vildi ekki nýja hanka og vildi lausn sem myndi gæða baðherbergisvegginn nýju lífi. Hugmyndin sem hann fékk og útfærði var að kaupa alls konar gamla hanka og mála þá í sama lit og festa á fjöl sem yrði fest á baðherbergisvegginn. Hann fór í verslun sem selur gamla muni og á flóamarkað og kom heim með nokkra mismunandi hanka.


Hann sauð hankana til að losa þá við óhreinindi og fitu, festi hankana á fjöl og málaði. Við bíðum eftir að sjá framhaldið........

11 janúar 2008

Að rífa gamalt hús og byggja nýtt

Getum við sem húseigendur, ákveðið að rífa húsið okkar og byggja nýtt á lóðinni?
Hvaða ferli setjum við af stað ef við ákveðum að rífa húsið okkar? Er nóg að sækja um hjá Byggingafulltrúa?
Það væri gaman að fá að vita meira um hvernig þetta fer fram í framhaldi af umræðunni um húsin á Laugavegi 2 og 4, sem eru eftst á baugi um þessar mundir. Ef einhver ykkar, kæru lesendur, veit eitthvað um þetta, segið okkur hinum frá því hvernig svona mál ganga fyrir sig almennt í Reykjavík og/eða í öðrum sveitarfélögum.

01 janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár!



V3.is óskar notendum sínum öllum gleðilegs nýs árs.



Árið 2008 er gengið í garð og við hæfi að líta yfir það sem áunnist hefur á árinu 2007. Í febrúar 2007 var fyrirtækið Viðhaldsbók ehf stofnað. Um vorið leit fyrsta útgáfa vefsins http://www.vidhaldsbok.is/ dagsins ljós. Fljótlega var fjárfest í léninu V3.is og sótt um skrásetningu merkisins V3 til Einkaleyfastofu. V3 var skrásett sem vörumerki á árinu.
V3 stendur fyrir þrjár rafrænar bækur, sem eru aðgengilegar notendum í gegnum vefinn http://www.v3.is/. Bækurnar eru: Viðhaldsbók fasteignaeigandans, viðhaldsbók húsfélagsins og verkbók fagmannsins.
Megin þungi vinnunnar við vefinn á árinu 2007 hefur verið að fá fram lágmarksvirkni, fá ákveðin atriði til að virka. Flest þessara atriða eru komin inn og virka. Minni áhersla var lögð á útlitið á vefnum, fyrr en í lok ársins en þá var athyglinni beint að útlitinu. Vinna við það svo og áframhaldandi vinna með virkni vefsins heldur áfram á nýju ári.
Eftirfarandi eru megin atriðin sem náðst hafa á árinu 2007:
A. Vefurinn http://www.v3.is/ eða http://www.vidhaldsbok.is/ er kominn í loftið
B. Fasteignaeigendur geta skráð hjá sér í gagnagrunn, upplýsingar um viðhald sem þeir standa fyrir á eignum sínum. Auk þess skrá þeir hjá sér upplýsingar um fagmenn sína og mæla með þeim ef þeir eru ánægðir með þá. Allir geta farið á vefinn og leitað sér að fagmanni sem húseigendurm mæla með
C. Eigandi eignar í húsfélagi getur skráð kennitölu húsfélagsins á eignalistann sinn og fengið aðgang að viðhaldsbók húsfélagsins. Hann getur skráð í hana viðhaldsverk og fleira sem snýr að húsfélaginu
D. Fagmaður getur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á. Allir geta leitað að fagmanni sem skráir sig á V3.is
E. V3 vaktin er bloggsíða V3 þar sem ýmsum upplýsingum er komið á framfæri
F. http://www.spjallbord.com/ er spjallborð á vegum V3.is. Þar geta fasteignaeigendur, fagmenn og þeir sem áhuga hafa á málefninu, spjallað um allt sem snýr að fasteignum, viðhaldi þeirra og málefni því tengd
G. V3 pósthópur hefur verið stofnaður. Þeir sem óska eftir að vera í pósthópi og fá öðru hvoru fréttir af V3.is, geta skráð sig í pósthópinn með því að fylla út beiðni um aðgang á eftirfarandi slóð: http://groups.google.com/group/v3is
H. Finna leið. Vegvísun á netinu. Notandi velur upphafsstað og áfangastað eru tilteknir, birtist kort sem sýnir leiðina milli tveggja staða. Notandinn flyst yfir á vef Map24 og kortið birtist þar
Ýmislegt fleira hefur verið á dagskránni á árinu og má þar nefna fróðleikskaflann og möguleikann að opna viðhaldsbók eignar sem er í sölu.
Markmið ársins 2008 er að þróa vefinn áfram og koma honum betur á framfæri.
Fyrir hönd V3.is - Viðhaldsbókar ehf, sendi ég ykkur öllum mínar bestu kveðjur.
Þóra Jónsdóttir, tölvunarfræðingur