01 janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár!



V3.is óskar notendum sínum öllum gleðilegs nýs árs.



Árið 2008 er gengið í garð og við hæfi að líta yfir það sem áunnist hefur á árinu 2007. Í febrúar 2007 var fyrirtækið Viðhaldsbók ehf stofnað. Um vorið leit fyrsta útgáfa vefsins http://www.vidhaldsbok.is/ dagsins ljós. Fljótlega var fjárfest í léninu V3.is og sótt um skrásetningu merkisins V3 til Einkaleyfastofu. V3 var skrásett sem vörumerki á árinu.
V3 stendur fyrir þrjár rafrænar bækur, sem eru aðgengilegar notendum í gegnum vefinn http://www.v3.is/. Bækurnar eru: Viðhaldsbók fasteignaeigandans, viðhaldsbók húsfélagsins og verkbók fagmannsins.
Megin þungi vinnunnar við vefinn á árinu 2007 hefur verið að fá fram lágmarksvirkni, fá ákveðin atriði til að virka. Flest þessara atriða eru komin inn og virka. Minni áhersla var lögð á útlitið á vefnum, fyrr en í lok ársins en þá var athyglinni beint að útlitinu. Vinna við það svo og áframhaldandi vinna með virkni vefsins heldur áfram á nýju ári.
Eftirfarandi eru megin atriðin sem náðst hafa á árinu 2007:
A. Vefurinn http://www.v3.is/ eða http://www.vidhaldsbok.is/ er kominn í loftið
B. Fasteignaeigendur geta skráð hjá sér í gagnagrunn, upplýsingar um viðhald sem þeir standa fyrir á eignum sínum. Auk þess skrá þeir hjá sér upplýsingar um fagmenn sína og mæla með þeim ef þeir eru ánægðir með þá. Allir geta farið á vefinn og leitað sér að fagmanni sem húseigendurm mæla með
C. Eigandi eignar í húsfélagi getur skráð kennitölu húsfélagsins á eignalistann sinn og fengið aðgang að viðhaldsbók húsfélagsins. Hann getur skráð í hana viðhaldsverk og fleira sem snýr að húsfélaginu
D. Fagmaður getur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á. Allir geta leitað að fagmanni sem skráir sig á V3.is
E. V3 vaktin er bloggsíða V3 þar sem ýmsum upplýsingum er komið á framfæri
F. http://www.spjallbord.com/ er spjallborð á vegum V3.is. Þar geta fasteignaeigendur, fagmenn og þeir sem áhuga hafa á málefninu, spjallað um allt sem snýr að fasteignum, viðhaldi þeirra og málefni því tengd
G. V3 pósthópur hefur verið stofnaður. Þeir sem óska eftir að vera í pósthópi og fá öðru hvoru fréttir af V3.is, geta skráð sig í pósthópinn með því að fylla út beiðni um aðgang á eftirfarandi slóð: http://groups.google.com/group/v3is
H. Finna leið. Vegvísun á netinu. Notandi velur upphafsstað og áfangastað eru tilteknir, birtist kort sem sýnir leiðina milli tveggja staða. Notandinn flyst yfir á vef Map24 og kortið birtist þar
Ýmislegt fleira hefur verið á dagskránni á árinu og má þar nefna fróðleikskaflann og möguleikann að opna viðhaldsbók eignar sem er í sölu.
Markmið ársins 2008 er að þróa vefinn áfram og koma honum betur á framfæri.
Fyrir hönd V3.is - Viðhaldsbókar ehf, sendi ég ykkur öllum mínar bestu kveðjur.
Þóra Jónsdóttir, tölvunarfræðingur

02 desember 2007

V3.is setur upp spjallborð fyrir fasteignaeigendur

V3.is setti upp spjallborð (e. forum) fasteignaeigenda, fagmanna og allra sem hafa áhuga á fasteignum í dag, 1. desember 2007. Slóðin er www.spjallbord.com
Markmiðið er að skapa vettvang húseigenda og sérfræðinga sem vita allt um viðhald og fasteignir! Ef þú vilt vita eitthvað varðandi fasteignir, viðhald þeirra, sölu eða kaup, farðu á www.spjallbord.com og leggðu inn fyrirspurn. Ef þú veist svarið við fyrirspurn sem einhver leggur inn á spjallborðið, er svar þitt vel þegið.

Fyrispurnir eða svör má einnig senda á netfangið: vbok@vbok.is Öllum fyrirspurnum sem eru sendar á vbok@vbok.is er svarað eins fljótt og auðið er. Þær, ásamt svari, verða ef við á, settar inn á spjallborðið.
Ef þú ert sérfræðingur á þínu sviði og ert tilbúinn til að svara fyrirspurnum á V3.is - spjallborðinu, vinsamlega fylgstu með fyrirspurnum sem koma inn á spjallborðið eða hafðu samband á netfangið: vbok@vbok.is og við munum senda til þín fyrirspurn sem okkur berst.Með kveðjuÞóra V3.is

25 nóvember 2007

Er V3.is - Viðhaldsbók, vistvæn?

Umhverfismál og vistvænar vörur eru ofarlega á baugi nú til dags. Við eigum bara eina jörð og við verðum að fara vel með hana. Um þetta ættu fasteignaeigendur að hugsa þegar ráðist er í það að henda öllu út úr íbúð/húsi sem viðkomandi hefur nýlega fest kaup á. Við skulum staldra við, það er ekki bara að slíkt kostar okkur viðbótarútgjöld, við erum ekki sérlega umhverfisvæn ef við gerum þetta. Ef við viljum hafa allt nýtt í kringum okkur, af hverju kaupum við okkur ekki frekar nýtt hús eða byggjum það sjálf?

Oft er afsökunin sú, að þetta sé allt saman gamalt drasl! En er það svo? Oft eru innréttingar og gólfefni alls ekki svo gömul, það veit bara enginn hve gömul eða úr hverju hlutirnir eru. Þennan hugsunarhátt vill V3.is hafa áhrif á, með því að stuðla að því að fasteignaeigendur haldi bókhald yfir það sem þeir gera við í húsunum sínum. Þannig gefa þeir þeim sem á eftir koma tækifæri til að sjá hve gamlir hlutirnir eru. Og vinna þannig að því að hlutum sé ekki hent vegna þess að nýr eigandi heldur að hann sé gamall. Ef það er staðreynd, að viðkomandi hlutur er ekki svo gamall og auk þess úr góðu, umhverfisvænu efni, staldrar ef til vill nýji eigandinn við, áður en hann hendir hlutnum út í gám.

Umhverfissinnar ættu að taka vef eins og V3.is fagnandi, og nýta sér hann til að halda til haga upplýsingum um viðhald eignar sinnar og vinna þannig á umhverfisvænum nótum!

08 október 2007

Fyrsta eignin til sölu með viðhaldsbók!

Fyrsta eignin með viðhaldsbók á V3.is er komin á sölulistann. Eignin sem um ræðir er 128 m2, 4-ra herbergja íbúð í Núpalind 8 Kópavogi. Áhugasamir kaupendur geta skyggnst inn í viðhaldsbók eignarinnar með því að smella á tengilinn ,,skoða" Viðhaldsbók. Heiti fasteignasölu svo og símanúmer tengiliðar/eiganda er tilgreint fyrir þá sem vilja fá nánari upplýsingar eða mæla sér mót við seljanda til að skoða eignina. Sjá nánar á nýjustu eignir í sölu á sölulista Viðhaldsbókar hússins - V3.is.

03 október 2007

Vilt þú hafa áhrif á sölu eignarinnar þinnar?

Skráðu þig og stofnaðu viðhaldsbók fyrir eignina þína á http://www.v3.is/. Þú setur inn upplýsingar um eignina þína, t.d. mat þitt á ástandi eignarinnar og fleira. Tilvonandi kaupendur geta skoðað upplýsingarnar á netinu, á V3.is. Þú auglýsir þannig eign þína til sölu án nokkurs kostnaðar. Og með dýrmætum upplýsingum um eignina þína.

Þú stjórnar því sjálfur hvaða upplýsingar þú vilt að birtist. Þú gefur upp nafn fasteignasölu og símanúmer sem tilvonandi kaupandi getur hringt í til að koma og skoða eignina ef við á.

Það sem þú þarft að gera er að "Nýskrá" þig á vef Viðhaldsbókar, setja eignina þína á eignalistann, velja atriði sem þú vilt fylla út fyrir þína eign og setja hana að lokum á sölulistann. Þú getur hvenær sem er bætt við og breytt upplýsingum um þína eign. Þú getur haft áhrif á sölu eignarinnar þinnar með því að gefa nákvæmar og aðgengilegar upplýsingar um hana. Auk þess birtist eignin þín á sölulista viðhaldsbókar þar sem kaupendur geta flett henni upp.
Þótt þú sért ekkert að hugsa um að setja eignina þína í sölu, geturðu stofnað viðhaldsbók fyrir hana og notað til að halda utan um allt viðhald sem þú stendur fyrir á eigninni þinni. Þú getur líka haldið utan um fagmenninan þína og hve ánægður þú ert með þá. Þú getur leitað að fagmanni sem aðrir notendur mæla með. Gjörðu svo vel að skrá þig á www.V3.is.





27 september 2007

Nú getur kaupandi leitað að eign í viðhaldsbók


Notendur viðhaldsbókar halda utan um viðhaldið sitt á http://www.v3.is/. Ef þeir ákveða að selja eignina sína, geta þeir heimilað tilvonandi kaupendum að skyggnast inn í viðhaldsbók eignarinnar. Þeir setja einfaldlega eignina sína á sölulistann. Velja Mínar eignir og Sölulisti og fylla út atriðin sem boðið er upp á. Kaupendur geta séð hvaða eignir í viðhaldsbók eru komnar í sölu með því að velja tengilinn Ert þú að leita að eign á forsíðu http://www.v3.is/


31 ágúst 2007

Bætt við skráningaratriðum fyrir viðhaldsverk



Nokkur ný atriði hafa bæst við skráningu viðhaldsverk. T.d dagsetning þegar færsla er fyrst skráð og reitur til að skrá upplýsingar um efni og tæki.