10 mars 2011

Er ekki notalegt hvað það er orðið bjart á morgnana?


Línuritið sýnir að ef við stillum klukkuna á raunverulegan sólartíma, þá væri orðið bjart í Reykjavík töluvert fyrir fótaferðartímann í dag, 10. mars, en dimmt um sjö leytið í kvöld. Sólin myndi líka setjast fyrr á sumrin og það væri minna eftir af deginum þegar við kæmum heim úr vinnunni.
NIÐURSTAÐA: Höfum klukkuna eins og hún er og samþykkjum ekki að flytja hana á raunverulegan sólartíma. Munum líka að enginn sefur lengur á morgnana nema hann fari fyrr að sofa á kvöldin, gildir þá einu á hvaða tímabelti viðkomandi býr á.
SJÁ MYND HÉR FYRIR OFAN

01 júlí 2010

Útreikningur á 1.000.000 króna bílaláni til 7 ára

Nú eru gengistryggðu lánin og afleiðingar af dómi Hæstaréttar efst á baugi. Menn ræða fram og til baka hvað sé neytendum hagstæðast en ég hef ekki séð neinar tölur birtar. Ég tók mig því til og reiknaði hvað ég væri búin að greiða mikið (árið 2010) af 1.000.000 kr. bílaláni sem ég hefði tekið til 7 ára. Ég skoðaði hvernig staðan væri, ef ég hefði tekið lánið árið 2004, 2005, 2006, 2007 eða 2008 og miðaði við eftirfarandi kjör:

Verðtryggt lán með 5 % vöxtum
SP5 myntkörfulán með 3% vöxtum
Óverðtryggt lán með millibankavöxtum Seðlabankans
Óverðtryggt lán með 3% vöxtum

Lánið er til 7 ára og greitt af því árlega. Lánið sem tekið var 2004 er því búið að greiða af 6 sinnum, lánið tekið 2005 er búið að greiða af 5 sinnum, lánið tekið 2006 er búið að greiða af 4 sinnum, lánið tekið 2007 er búið að greiða af 3 sinnum og lánið tekið 2008 er búið að greiða af 2 sinnum.

Niðurstöðuna getum við skoðað á línuritum A, B og C (A+B).

Það kemur í ljós að viðmiðun við millibankavexti Seðlabankans er alls ekki svo óhagstætt þegar eftirstöðvarnar eru skoðaðar. En ef greiðslur hingað til eru skoðaðar kemur verðtryggða lánið frekar á óvart. Af línuritunum má sjá að SP5 myntkörfulán og óverðtryggt lán með 3% vöxtum, eru eiginlega öfgar í sitt hvora áttina. SP5 greiðslurnar hingað til eru ósanngjarnar og of háar, en óverðtryggðu greiðslurnar hingað til minna á lánin hér áður fyrr, sem verðbólgan át upp.

Línurit A. Greiðslur hingað til miðað við mismunandi kjör

Línurit B. Eftirstöðvar lána miðað við mismunandi kjör

Línurit C. Greiðlslur hingað til plús eftirstöðvar ef lán er greitt upp í dag miðað við mismunandi kjör

07 apríl 2009

Tölfræði úr skráningu á V3

Í dag, 7. apríl, eru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um skráningu notanda á viðhaldsverkum sínum á forsíðu www.V3.is.
Niðurstaðan er eftirfarandi:

Fjöldi
Skráðir notendur eru 434
Viðhaldsbækur eignar eru 249
Viðhaldsfærslur eru 217

Fjöldi verka
Verk sem notendur vinna sjálfir eða skrá ekki nafn fagmanns: 175
Verk þar sem notendur skrá nafn fagmanns: 43

Meðal ánægjueinkunn
Verk sem notendur vinna sjálfir eða gefa ekki upp nafn fagmanns: 2,6
Þar af verk sem fá einkunn >0 : 4,6
Verk þar sem notendur gefa upp nafn fagmanns: 4,1

Fjöldi fagmanna
Með ánægjueinkunn 4 eða 5 : 31



Niðurstaða

Húseigendur mega bæta skráningu fagmanns sem vinnur verk fyrir þá. Ef húseigandi skráir nafn fagmanns sem hann er ánægður með og gefur ánægjueinkunn 4 eða 5, þá birtist nafn viðkomandi fagmanns á listanum "Finna fagmann". Það kemur öðrum húseigendum til góða að geta fundið fagmenn sem húseigendur eru ánægðir með.
Til að skrá nafn fagmanns á viðhaldsverk, þarf að skrá nafn hans í símaskrá húsbókarinnar og velja nafn hans þegar verk er skráð í viðhaldsbókina.

31 desember 2008

V3.is býður upp á húsbók fyrir eign, húsfélagsbók fyrir húsfélög og verkbók fyrir fagmenn!

Nýtt ár er að hefjast. Síðasta ár þróaðist vefurinn www.V3.is frá því að vera hugmynd að vef yfir í að verða vel nýtilegur vefur. Framsetning á vefnum er nú orðin nokkuð skýr, vefurinn skiptis í þrjá flokka, sem hver um sig hefur sinn markhóp. Markhóparnir þrír eru fasteignaeigendur, húsfélög og fagmenn.
Fyrsti flokkur vefsins er húsbók fasteignaeigenda. Hann þjónar þeim sem eiga fasteignir og vilja færa til bókar upplýsingar um viðhald, fagmenn og fleira sem á heima í góðri húsbók.
Annar flokkurinn er húsfélagabókin. Í hana geta skráð þeir sem eiga fasteign í viðkomandi húsfélagi. Færa má viðhald, upplýsingar um fagmenn og fleira í húsfélagabókina.
Þriðji flokkurinn höfðar til fagmannanna sjálfra. Þeir geta skráð sig og fólk getur flett þeim upp. Auk þess geta þeir skráð upplýsingar um sína vinnu og tengt hana við fastanúmer viðkomandi fasteigna.
Öll skráning og notkun á bókunum á V3.is eru án endurgjalds. Á næsta ári (2009) verður áhugasömum aðilum boðið að kaupa á vægu verði, auglýsingar til birtingar á vefnum. Tekjur sem þannig fást ganga upp í kostnað við hýsingu og rekstur.

29 desember 2008

V3.is óskar notendum sínum gleðilegrar hátíðar og kynnir breytingar á V3

Kæru notendur Viðhaldsbókar, www.V3.is
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á vefnum www.V3.is. Í stað þess að kalla vefinn almennt "Viðhaldsbók hússins" verður hann framvegis kallaður V3.is með tilvísun í að hann inniheldur eftirfarandi þrjá megin flokka:

Húsbók eignar (símaskrá, viðhaldsbók ofl)
Húsbók húsfélags
Verkbók fagmanns

Húsbókin inniheldur viðhaldsbók eignar og húsfélags ásamt fleiri köflum. Verkbókin inniheldur upplýsingar sem fagmenn skrá um sig og sín verk.

V3.is óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og minnir á að ykkur stendur til boða að skapa ykkar eigin húsbók á vefnum, ykkur að kostnaðarlausu eins og fyrr.

08 nóvember 2008

Nú er kominn tími til að opna viðhaldsbók fyrir húsið/íbúðina...

Nú eru viðhorf okkar til hlutanna að breytast. Við sjáum gildi þess að fara vel með hlutina, og vera aðhaldssöm þegar kemur að framkvæmdum í húsinu/íbúðinni okkar. við förum ekki út í framkvæmdir nema þær séu nauðsynlegar. Það er okkur aldrei sem fyrr dýrmætt að halda utan um hvað við látum gera við húsið og fagmennina okkar, sem vinna fyrir okkur. Þegar við fáum góða fagmenn, ættum við að mæla með þeim við hvert annað, ekki satt?
Nú skulum við passa upp á staðreyndirnar um það hvernig við höfum haldið eigninni okkar við. Við skulum vera varkár og passasöm og skrá upplýsingar um viðhaldið á húsunum okkar í viðhaldsbók hússins okkar. Á netinu! Ekki rjúka út í viðhald þegar við getum flett upp í viðhaldsbókinn og sjáum að það eru bara 5 ár síðan eldhúsið var endurnýjað. Dittum frekar að því sem er vel gert og skráum hjá okkur allt sem við gerum. Eins úr hverju hlutirnir eru, hvaðan er eldhúsinnréttingin o.s.frv. Sýnum fyrirhyggju og skráum viðhaldið okkar í Viðhaldsbók hússins, www.V3.is. Skráning og notkun er án endurgjalds. Vefurinn er ekki rekinn í ágóðaskyni heldur vegna áhuga eiganda á þessu málefni.

05 október 2008

Fallegustu og litríkustu heimili veraldarinnar


Ég rakst á síðu þar sem samkeppni er í gangi um að finna fallegasta,litríkasta heimilið í heimi. Birtar eru myndir frá mörgum mjög fallegum, litríkum heimilum, skoðið og njótið.
Hér fyrir ofan er mynd frá Judi í Atlanta.