06 ágúst 2007

Útisturta í Fljótavík, Hornströndum

Fljótavík á Hornströndum er algjör náttúruperla. Lundabaggar voru þar á ferð sumarið 2006 og komu sér upp sturtuaðstöðu. Sturtan var köld og hressandi og svínvirkaði! Enginn vildi reyndar leyfa V3 vaktinni að taka mynd af sér í sturtunni.
Surtan er hugvitsamlega byggð úr plastbrúsa, málningardós, gömlu stelli af hjólbörum og garðslöngu. Sturtubotninn er úr plasti. Sturtan var ekki byggð til að standa nema í tvo daga og var að þeim loknum tekin niður og einingunum sem hún var byggð úr, skilað á sinn stað. Byggingameistarar voru Anna Ólöf og Björk.
Posted by Picasa

Engin ummæli: