27 ágúst 2007

Sænautasel, vel uppgerður gamall torfbær

V3 vaktin var á Norðurlandi í sumar. Á ferðalaginu var tjaldað í Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Sænautasel var byggt árið 1843 um 530 m yfir sjávarmáli. Bærinn var í byggð til 1943. Sögu Sænautasels má lesa á síðunni http://nemendur.khi.is/svanbjar/torf/

Sænautasel er fallegur og skemmtilegur staður til að staldra við á og það borgar sig að taka á sig smá krók út af hringveginum. Boðið er upp á lummur og kaffi eða kakó. Í nágrenni Sænautasels eru miklir jökulruðningar sem kallaðir eru Grýlugarðar. V3 vaktin var 3 tíma að ganga þangað og til baka aftur. Myndirnar eru teknar af bænum í Sænautaseli og af Grýlugörðum.

Posted by Picasa

Engin ummæli: