04 september 2008

Gott hengi í þvottahúsið


Ég rakst á mynd af nokkuð góðu hengi í þvottahúsið og deili henni hér með ykkur, kæru notendur V3.is.

Eins og sést á myndinni, má hækka og lækka hengið þ.a. þegar maður hengir upp þvottinn, þá hefur maður það í lægri stöðunni og að því loknu hífir maður það upp eins og rúllugardínu.

Góð hugmynd, hengja upp þvottinn í góðri hæð og lyfta honum síðan upp þ.a. hægt sé að ganga undir "snúruna"!

2 ummæli:

Hrafnhildur sagði...

En hvar fæst þetta?

Þóra Jónsdóttir sagði...

Ég rakst á þessa mynd á netinu og held að þetta sé heimatilbúið og veit ekki til þess að neinn sé að selja svona hengi, því miður.