25 nóvember 2007

Er V3.is - Viðhaldsbók, vistvæn?

Umhverfismál og vistvænar vörur eru ofarlega á baugi nú til dags. Við eigum bara eina jörð og við verðum að fara vel með hana. Um þetta ættu fasteignaeigendur að hugsa þegar ráðist er í það að henda öllu út úr íbúð/húsi sem viðkomandi hefur nýlega fest kaup á. Við skulum staldra við, það er ekki bara að slíkt kostar okkur viðbótarútgjöld, við erum ekki sérlega umhverfisvæn ef við gerum þetta. Ef við viljum hafa allt nýtt í kringum okkur, af hverju kaupum við okkur ekki frekar nýtt hús eða byggjum það sjálf?

Oft er afsökunin sú, að þetta sé allt saman gamalt drasl! En er það svo? Oft eru innréttingar og gólfefni alls ekki svo gömul, það veit bara enginn hve gömul eða úr hverju hlutirnir eru. Þennan hugsunarhátt vill V3.is hafa áhrif á, með því að stuðla að því að fasteignaeigendur haldi bókhald yfir það sem þeir gera við í húsunum sínum. Þannig gefa þeir þeim sem á eftir koma tækifæri til að sjá hve gamlir hlutirnir eru. Og vinna þannig að því að hlutum sé ekki hent vegna þess að nýr eigandi heldur að hann sé gamall. Ef það er staðreynd, að viðkomandi hlutur er ekki svo gamall og auk þess úr góðu, umhverfisvænu efni, staldrar ef til vill nýji eigandinn við, áður en hann hendir hlutnum út í gám.

Umhverfissinnar ættu að taka vef eins og V3.is fagnandi, og nýta sér hann til að halda til haga upplýsingum um viðhald eignar sinnar og vinna þannig á umhverfisvænum nótum!

08 október 2007

Fyrsta eignin til sölu með viðhaldsbók!

Fyrsta eignin með viðhaldsbók á V3.is er komin á sölulistann. Eignin sem um ræðir er 128 m2, 4-ra herbergja íbúð í Núpalind 8 Kópavogi. Áhugasamir kaupendur geta skyggnst inn í viðhaldsbók eignarinnar með því að smella á tengilinn ,,skoða" Viðhaldsbók. Heiti fasteignasölu svo og símanúmer tengiliðar/eiganda er tilgreint fyrir þá sem vilja fá nánari upplýsingar eða mæla sér mót við seljanda til að skoða eignina. Sjá nánar á nýjustu eignir í sölu á sölulista Viðhaldsbókar hússins - V3.is.

03 október 2007

Vilt þú hafa áhrif á sölu eignarinnar þinnar?

Skráðu þig og stofnaðu viðhaldsbók fyrir eignina þína á http://www.v3.is/. Þú setur inn upplýsingar um eignina þína, t.d. mat þitt á ástandi eignarinnar og fleira. Tilvonandi kaupendur geta skoðað upplýsingarnar á netinu, á V3.is. Þú auglýsir þannig eign þína til sölu án nokkurs kostnaðar. Og með dýrmætum upplýsingum um eignina þína.

Þú stjórnar því sjálfur hvaða upplýsingar þú vilt að birtist. Þú gefur upp nafn fasteignasölu og símanúmer sem tilvonandi kaupandi getur hringt í til að koma og skoða eignina ef við á.

Það sem þú þarft að gera er að "Nýskrá" þig á vef Viðhaldsbókar, setja eignina þína á eignalistann, velja atriði sem þú vilt fylla út fyrir þína eign og setja hana að lokum á sölulistann. Þú getur hvenær sem er bætt við og breytt upplýsingum um þína eign. Þú getur haft áhrif á sölu eignarinnar þinnar með því að gefa nákvæmar og aðgengilegar upplýsingar um hana. Auk þess birtist eignin þín á sölulista viðhaldsbókar þar sem kaupendur geta flett henni upp.
Þótt þú sért ekkert að hugsa um að setja eignina þína í sölu, geturðu stofnað viðhaldsbók fyrir hana og notað til að halda utan um allt viðhald sem þú stendur fyrir á eigninni þinni. Þú getur líka haldið utan um fagmenninan þína og hve ánægður þú ert með þá. Þú getur leitað að fagmanni sem aðrir notendur mæla með. Gjörðu svo vel að skrá þig á www.V3.is.





27 september 2007

Nú getur kaupandi leitað að eign í viðhaldsbók


Notendur viðhaldsbókar halda utan um viðhaldið sitt á http://www.v3.is/. Ef þeir ákveða að selja eignina sína, geta þeir heimilað tilvonandi kaupendum að skyggnast inn í viðhaldsbók eignarinnar. Þeir setja einfaldlega eignina sína á sölulistann. Velja Mínar eignir og Sölulisti og fylla út atriðin sem boðið er upp á. Kaupendur geta séð hvaða eignir í viðhaldsbók eru komnar í sölu með því að velja tengilinn Ert þú að leita að eign á forsíðu http://www.v3.is/


31 ágúst 2007

Bætt við skráningaratriðum fyrir viðhaldsverk



Nokkur ný atriði hafa bæst við skráningu viðhaldsverk. T.d dagsetning þegar færsla er fyrst skráð og reitur til að skrá upplýsingar um efni og tæki.

27 ágúst 2007

Sænautasel, vel uppgerður gamall torfbær

V3 vaktin var á Norðurlandi í sumar. Á ferðalaginu var tjaldað í Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Sænautasel var byggt árið 1843 um 530 m yfir sjávarmáli. Bærinn var í byggð til 1943. Sögu Sænautasels má lesa á síðunni http://nemendur.khi.is/svanbjar/torf/

Sænautasel er fallegur og skemmtilegur staður til að staldra við á og það borgar sig að taka á sig smá krók út af hringveginum. Boðið er upp á lummur og kaffi eða kakó. Í nágrenni Sænautasels eru miklir jökulruðningar sem kallaðir eru Grýlugarðar. V3 vaktin var 3 tíma að ganga þangað og til baka aftur. Myndirnar eru teknar af bænum í Sænautaseli og af Grýlugörðum.

Posted by Picasa

Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt




Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt. Notandi getur skráð hjá sér minnisatriði sem hann og aðeins hann sér. Myndirnar sýna yfirlit yfir minnisatriðin og endurbætt skráningarform
Má bjóða þér að halda utan um viðhaldið þitt? Gjörðu svo vel að skrá þig endurgjaldslaust á http://www.v3.is/

Viðhaldsbók hússins þíns gerir þér kleift að halda utan um viðhald eignar og/eða húsfélags!