Kæru notendur Viðhaldsbókar, www.V3.is
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á vefnum www.V3.is. Í stað þess að kalla vefinn almennt "Viðhaldsbók hússins" verður hann framvegis kallaður V3.is með tilvísun í að hann inniheldur eftirfarandi þrjá megin flokka:
Húsbók eignar (símaskrá, viðhaldsbók ofl)
Húsbók húsfélags
Verkbók fagmanns
Húsbókin inniheldur viðhaldsbók eignar og húsfélags ásamt fleiri köflum. Verkbókin inniheldur upplýsingar sem fagmenn skrá um sig og sín verk.
V3.is óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og minnir á að ykkur stendur til boða að skapa ykkar eigin húsbók á vefnum, ykkur að kostnaðarlausu eins og fyrr.
29 desember 2008
08 nóvember 2008
Nú er kominn tími til að opna viðhaldsbók fyrir húsið/íbúðina...
Nú eru viðhorf okkar til hlutanna að breytast. Við sjáum gildi þess að fara vel með hlutina, og vera aðhaldssöm þegar kemur að framkvæmdum í húsinu/íbúðinni okkar. við förum ekki út í framkvæmdir nema þær séu nauðsynlegar. Það er okkur aldrei sem fyrr dýrmætt að halda utan um hvað við látum gera við húsið og fagmennina okkar, sem vinna fyrir okkur. Þegar við fáum góða fagmenn, ættum við að mæla með þeim við hvert annað, ekki satt?
Nú skulum við passa upp á staðreyndirnar um það hvernig við höfum haldið eigninni okkar við. Við skulum vera varkár og passasöm og skrá upplýsingar um viðhaldið á húsunum okkar í viðhaldsbók hússins okkar. Á netinu! Ekki rjúka út í viðhald þegar við getum flett upp í viðhaldsbókinn og sjáum að það eru bara 5 ár síðan eldhúsið var endurnýjað. Dittum frekar að því sem er vel gert og skráum hjá okkur allt sem við gerum. Eins úr hverju hlutirnir eru, hvaðan er eldhúsinnréttingin o.s.frv. Sýnum fyrirhyggju og skráum viðhaldið okkar í Viðhaldsbók hússins, www.V3.is. Skráning og notkun er án endurgjalds. Vefurinn er ekki rekinn í ágóðaskyni heldur vegna áhuga eiganda á þessu málefni.
Nú skulum við passa upp á staðreyndirnar um það hvernig við höfum haldið eigninni okkar við. Við skulum vera varkár og passasöm og skrá upplýsingar um viðhaldið á húsunum okkar í viðhaldsbók hússins okkar. Á netinu! Ekki rjúka út í viðhald þegar við getum flett upp í viðhaldsbókinn og sjáum að það eru bara 5 ár síðan eldhúsið var endurnýjað. Dittum frekar að því sem er vel gert og skráum hjá okkur allt sem við gerum. Eins úr hverju hlutirnir eru, hvaðan er eldhúsinnréttingin o.s.frv. Sýnum fyrirhyggju og skráum viðhaldið okkar í Viðhaldsbók hússins, www.V3.is. Skráning og notkun er án endurgjalds. Vefurinn er ekki rekinn í ágóðaskyni heldur vegna áhuga eiganda á þessu málefni.
05 október 2008
Fallegustu og litríkustu heimili veraldarinnar
08 september 2008
Gulsópurinn og sírenan - byrjaðar að blómstra aftur
Eitt gott haust fyrir fáeinum árum, blómstraði gulsópurinn og sírenan í garðinum mínum um miðjan september. Báðar tegundirnar blómstruðu á fullu, reyndar aðeins minna en fyrri hluta sumars. Nú sýnist mér að þetta sé að gerast aftur. Ég sé eitt blóm á sírenunni en nokkur á gulsópnum. Ég hef tekið eftir því að gulsópar í fleiri görðum eru líka farnir að blómstra. Nú verður spennandi að sjá hvernig hitastigið verður næstu daga og fylgjast með því hvort sírenan blómstri aftur eins og hún gerði í september árið 2003.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna sírenuna í blóma í september árið 2003


Myndirnar hér fyrir neðan sýna sírenuna í blóma í september árið 2003



07 september 2008
Úrskurðarnefnd frístundamála skipuð
Nú er Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, búin að skipa í úrskurðarnefnd frístundamála í samræmi við lög sem tóku gildi 1 júlí síðastliðin.
Þegar langtímasamningur um leigulóð fyrir sumarbústað, rennur út getur tvennt gerst. Annað hvort eru leigutakinn og landeigandinn sammála um að framlengja samninginn sem þeir gera, eða að þeir eru ekki sammmála um framhaldið. Með lögunum frá því í sumar er tekið á því hvað er hægt að gera þegar menn koma sér ekki saman um framhaldið.
Markmið laganna er að tryggja eðlilegt jafnræði með aðilunum ef þeir ná ekki samkomulagi þegar leigusamningur rennur út. Réttur leigutaka virðist vera þokkalegur, ef leigutaka og landeiganda semst ekki um framhald/riftun samningsins, framlengist samningurinn. Reyndar með þeim fyrirvara að landeigandi getur ákveðið að krefjast innlausnar á mannvirkjum á lóðinni svo og endurskoðunar á leigugjaldi fyrir lóðina. Það er þarna sem úrskurðarnefndin kemur inn í. Hún á að hafa úrskurðarvald um fjárhæð innlausnarverðs og endurskoðað leiguverð ef samningar takast ekki milli leigutakans og landeigandans.

Myndin er tekin út um sumarbústaðaglugga. Úti rigndi og rigndi....
Sumarbústaðaeigendur ættu að kynna sér lögin en með tilkomu þeirra er væntanlega staða þeirra sem vilja eiga/byggja sér sumarbústað á leigulóð skýrari en áður var. Ég er á þeirri skoðun að það sé álitlegur kostur að byggja/kaupa sumarbústað á leigulóð miðað við það hvað verð á eignarlóðum fyrir sumarbústaði er hátt!
Slóðin á lögin er: heildarlög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008
Þegar langtímasamningur um leigulóð fyrir sumarbústað, rennur út getur tvennt gerst. Annað hvort eru leigutakinn og landeigandinn sammála um að framlengja samninginn sem þeir gera, eða að þeir eru ekki sammmála um framhaldið. Með lögunum frá því í sumar er tekið á því hvað er hægt að gera þegar menn koma sér ekki saman um framhaldið.
Markmið laganna er að tryggja eðlilegt jafnræði með aðilunum ef þeir ná ekki samkomulagi þegar leigusamningur rennur út. Réttur leigutaka virðist vera þokkalegur, ef leigutaka og landeiganda semst ekki um framhald/riftun samningsins, framlengist samningurinn. Reyndar með þeim fyrirvara að landeigandi getur ákveðið að krefjast innlausnar á mannvirkjum á lóðinni svo og endurskoðunar á leigugjaldi fyrir lóðina. Það er þarna sem úrskurðarnefndin kemur inn í. Hún á að hafa úrskurðarvald um fjárhæð innlausnarverðs og endurskoðað leiguverð ef samningar takast ekki milli leigutakans og landeigandans.

Myndin er tekin út um sumarbústaðaglugga. Úti rigndi og rigndi....
Sumarbústaðaeigendur ættu að kynna sér lögin en með tilkomu þeirra er væntanlega staða þeirra sem vilja eiga/byggja sér sumarbústað á leigulóð skýrari en áður var. Ég er á þeirri skoðun að það sé álitlegur kostur að byggja/kaupa sumarbústað á leigulóð miðað við það hvað verð á eignarlóðum fyrir sumarbústaði er hátt!
Slóðin á lögin er: heildarlög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008
04 september 2008
Gott hengi í þvottahúsið
Ég rakst á mynd af nokkuð góðu hengi í þvottahúsið og deili henni hér með ykkur, kæru notendur V3.is.
Eins og sést á myndinni, má hækka og lækka hengið þ.a. þegar maður hengir upp þvottinn, þá hefur maður það í lægri stöðunni og að því loknu hífir maður það upp eins og rúllugardínu.
Góð hugmynd, hengja upp þvottinn í góðri hæð og lyfta honum síðan upp þ.a. hægt sé að ganga undir "snúruna"!
26 ágúst 2008
Athygli sumarhúsaeigenda vakin á nýjum lögum.
Á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda er vakin athygli á að allir leigutakar sem eru með (sumarhúsa)lóð á leigu og leigusamning sem rennur út fyrir 1. júlí 2010, þurfi að tilkynna leigusala/landeiganda að þeir óski eftir að framlengja leigusamninginn FYRIR 1.SEPTEMBER 2008! Það eru ekki margir dagar til stefnu. Með því að tilkynna landeiganda þetta framlengist leigusamningurinn um eitt ár en þó ekki lengur en til 1. júlí 2010.
Þetta virðist snúið, það er eins gott að kynna sér lögin um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, þau eru birt á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég ætla að skoða þessi lög betur við tækifæri til þess að átta mig á því hvort það sé nokkuð mjög slæmt að kaupa sumarbústað á leigulóð frekar en að borga 2-4 milljónir fyrir landið og vera eigandi þess. Meira síðar......
Þetta virðist snúið, það er eins gott að kynna sér lögin um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, þau eru birt á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég ætla að skoða þessi lög betur við tækifæri til þess að átta mig á því hvort það sé nokkuð mjög slæmt að kaupa sumarbústað á leigulóð frekar en að borga 2-4 milljónir fyrir landið og vera eigandi þess. Meira síðar......
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)