Síðastliðið haust fór ég á Brautargengisnámskeið á vegum IMPRU. Brautargengisnámskeiðin eru fyrir konur sem hafa áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki. Viðskiptahugmyndin mín var að opna vef sem innihéldi rafræna viðhaldsbók sem fólk gæti notað til að halda utan um framvkæmdir á eignunum sínum. Sumarið 2006 fór ég með syni mínum að skoða nokkrar íbúðir sem voru til sölu. Marg oft kom það fyrir að eigandi íbúðar hafði litlar sem engar hugmyndir um það sem gert hafði verið við eign hans! Hann vissi jafnvel ekki hvort skólplagnir væru endurnýjaðar eða ekki í 60 ára gömlu húsi. Ég sá að brýnt væri að búa til vef þar sem fólk gæti skráð sig inn og skráð upplýsingar um framkvæmdir sem það stæði fyrir á eign sinni. Og þessar upplýsingar myndu fylgja íbúðinni eftir það.
Og nú er hugmyndin orðin að veruleika. Ég stofnaði fyrirtæki, Viðhaldsbók ehf í febrúar. Og er nú búin að opna viðhaldsbókina á slóðinni www.V3.is
Þú sem lest þetta, ert velkominn að skoða síðuna V3.is og skrá þig inn. Notkunin er þér að kostnaðarlausu. Verkefnið hefur verið styrkt af "Átaki til atvinnusköpunar" og "Styrkir til atvinnumála kvenna".
Þóra Jónsdóttir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)