Umhverfismál og vistvænar vörur eru ofarlega á baugi nú til dags. Við eigum bara eina jörð og við verðum að fara vel með hana. Um þetta ættu fasteignaeigendur að hugsa þegar ráðist er í það að henda öllu út úr íbúð/húsi sem viðkomandi hefur nýlega fest kaup á. Við skulum staldra við, það er ekki bara að slíkt kostar okkur viðbótarútgjöld, við erum ekki sérlega umhverfisvæn ef við gerum þetta. Ef við viljum hafa allt nýtt í kringum okkur, af hverju kaupum við okkur ekki frekar nýtt hús eða byggjum það sjálf?
Oft er afsökunin sú, að þetta sé allt saman gamalt drasl! En er það svo? Oft eru innréttingar og gólfefni alls ekki svo gömul, það veit bara enginn hve gömul eða úr hverju hlutirnir eru. Þennan hugsunarhátt vill V3.is hafa áhrif á, með því að stuðla að því að fasteignaeigendur haldi bókhald yfir það sem þeir gera við í húsunum sínum. Þannig gefa þeir þeim sem á eftir koma tækifæri til að sjá hve gamlir hlutirnir eru. Og vinna þannig að því að hlutum sé ekki hent vegna þess að nýr eigandi heldur að hann sé gamall. Ef það er staðreynd, að viðkomandi hlutur er ekki svo gamall og auk þess úr góðu, umhverfisvænu efni, staldrar ef til vill nýji eigandinn við, áður en hann hendir hlutnum út í gám.
Umhverfissinnar ættu að taka vef eins og V3.is fagnandi, og nýta sér hann til að halda til haga upplýsingum um viðhald eignar sinnar og vinna þannig á umhverfisvænum nótum!
25 nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)