Nýtt ár er að hefjast. Síðasta ár þróaðist vefurinn www.V3.is frá því að vera hugmynd að vef yfir í að verða vel nýtilegur vefur. Framsetning á vefnum er nú orðin nokkuð skýr, vefurinn skiptis í þrjá flokka, sem hver um sig hefur sinn markhóp. Markhóparnir þrír eru fasteignaeigendur, húsfélög og fagmenn.
Fyrsti flokkur vefsins er húsbók fasteignaeigenda. Hann þjónar þeim sem eiga fasteignir og vilja færa til bókar upplýsingar um viðhald, fagmenn og fleira sem á heima í góðri húsbók.
Annar flokkurinn er húsfélagabókin. Í hana geta skráð þeir sem eiga fasteign í viðkomandi húsfélagi. Færa má viðhald, upplýsingar um fagmenn og fleira í húsfélagabókina.
Þriðji flokkurinn höfðar til fagmannanna sjálfra. Þeir geta skráð sig og fólk getur flett þeim upp. Auk þess geta þeir skráð upplýsingar um sína vinnu og tengt hana við fastanúmer viðkomandi fasteigna.
Öll skráning og notkun á bókunum á V3.is eru án endurgjalds. Á næsta ári (2009) verður áhugasömum aðilum boðið að kaupa á vægu verði, auglýsingar til birtingar á vefnum. Tekjur sem þannig fást ganga upp í kostnað við hýsingu og rekstur.
31 desember 2008
29 desember 2008
V3.is óskar notendum sínum gleðilegrar hátíðar og kynnir breytingar á V3
Kæru notendur Viðhaldsbókar, www.V3.is
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á vefnum www.V3.is. Í stað þess að kalla vefinn almennt "Viðhaldsbók hússins" verður hann framvegis kallaður V3.is með tilvísun í að hann inniheldur eftirfarandi þrjá megin flokka:
Húsbók eignar (símaskrá, viðhaldsbók ofl)
Húsbók húsfélags
Verkbók fagmanns
Húsbókin inniheldur viðhaldsbók eignar og húsfélags ásamt fleiri köflum. Verkbókin inniheldur upplýsingar sem fagmenn skrá um sig og sín verk.
V3.is óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og minnir á að ykkur stendur til boða að skapa ykkar eigin húsbók á vefnum, ykkur að kostnaðarlausu eins og fyrr.
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á vefnum www.V3.is. Í stað þess að kalla vefinn almennt "Viðhaldsbók hússins" verður hann framvegis kallaður V3.is með tilvísun í að hann inniheldur eftirfarandi þrjá megin flokka:
Húsbók eignar (símaskrá, viðhaldsbók ofl)
Húsbók húsfélags
Verkbók fagmanns
Húsbókin inniheldur viðhaldsbók eignar og húsfélags ásamt fleiri köflum. Verkbókin inniheldur upplýsingar sem fagmenn skrá um sig og sín verk.
V3.is óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og minnir á að ykkur stendur til boða að skapa ykkar eigin húsbók á vefnum, ykkur að kostnaðarlausu eins og fyrr.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)