Nýtt ár er að hefjast. Síðasta ár þróaðist vefurinn www.V3.is frá því að vera hugmynd að vef yfir í að verða vel nýtilegur vefur. Framsetning á vefnum er nú orðin nokkuð skýr, vefurinn skiptis í þrjá flokka, sem hver um sig hefur sinn markhóp. Markhóparnir þrír eru fasteignaeigendur, húsfélög og fagmenn.
Fyrsti flokkur vefsins er húsbók fasteignaeigenda. Hann þjónar þeim sem eiga fasteignir og vilja færa til bókar upplýsingar um viðhald, fagmenn og fleira sem á heima í góðri húsbók.
Annar flokkurinn er húsfélagabókin. Í hana geta skráð þeir sem eiga fasteign í viðkomandi húsfélagi. Færa má viðhald, upplýsingar um fagmenn og fleira í húsfélagabókina.
Þriðji flokkurinn höfðar til fagmannanna sjálfra. Þeir geta skráð sig og fólk getur flett þeim upp. Auk þess geta þeir skráð upplýsingar um sína vinnu og tengt hana við fastanúmer viðkomandi fasteigna.
Öll skráning og notkun á bókunum á V3.is eru án endurgjalds. Á næsta ári (2009) verður áhugasömum aðilum boðið að kaupa á vægu verði, auglýsingar til birtingar á vefnum. Tekjur sem þannig fást ganga upp í kostnað við hýsingu og rekstur.
31 desember 2008
29 desember 2008
V3.is óskar notendum sínum gleðilegrar hátíðar og kynnir breytingar á V3
Kæru notendur Viðhaldsbókar, www.V3.is
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á vefnum www.V3.is. Í stað þess að kalla vefinn almennt "Viðhaldsbók hússins" verður hann framvegis kallaður V3.is með tilvísun í að hann inniheldur eftirfarandi þrjá megin flokka:
Húsbók eignar (símaskrá, viðhaldsbók ofl)
Húsbók húsfélags
Verkbók fagmanns
Húsbókin inniheldur viðhaldsbók eignar og húsfélags ásamt fleiri köflum. Verkbókin inniheldur upplýsingar sem fagmenn skrá um sig og sín verk.
V3.is óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og minnir á að ykkur stendur til boða að skapa ykkar eigin húsbók á vefnum, ykkur að kostnaðarlausu eins og fyrr.
Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á vefnum www.V3.is. Í stað þess að kalla vefinn almennt "Viðhaldsbók hússins" verður hann framvegis kallaður V3.is með tilvísun í að hann inniheldur eftirfarandi þrjá megin flokka:
Húsbók eignar (símaskrá, viðhaldsbók ofl)
Húsbók húsfélags
Verkbók fagmanns
Húsbókin inniheldur viðhaldsbók eignar og húsfélags ásamt fleiri köflum. Verkbókin inniheldur upplýsingar sem fagmenn skrá um sig og sín verk.
V3.is óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og minnir á að ykkur stendur til boða að skapa ykkar eigin húsbók á vefnum, ykkur að kostnaðarlausu eins og fyrr.
08 nóvember 2008
Nú er kominn tími til að opna viðhaldsbók fyrir húsið/íbúðina...
Nú eru viðhorf okkar til hlutanna að breytast. Við sjáum gildi þess að fara vel með hlutina, og vera aðhaldssöm þegar kemur að framkvæmdum í húsinu/íbúðinni okkar. við förum ekki út í framkvæmdir nema þær séu nauðsynlegar. Það er okkur aldrei sem fyrr dýrmætt að halda utan um hvað við látum gera við húsið og fagmennina okkar, sem vinna fyrir okkur. Þegar við fáum góða fagmenn, ættum við að mæla með þeim við hvert annað, ekki satt?
Nú skulum við passa upp á staðreyndirnar um það hvernig við höfum haldið eigninni okkar við. Við skulum vera varkár og passasöm og skrá upplýsingar um viðhaldið á húsunum okkar í viðhaldsbók hússins okkar. Á netinu! Ekki rjúka út í viðhald þegar við getum flett upp í viðhaldsbókinn og sjáum að það eru bara 5 ár síðan eldhúsið var endurnýjað. Dittum frekar að því sem er vel gert og skráum hjá okkur allt sem við gerum. Eins úr hverju hlutirnir eru, hvaðan er eldhúsinnréttingin o.s.frv. Sýnum fyrirhyggju og skráum viðhaldið okkar í Viðhaldsbók hússins, www.V3.is. Skráning og notkun er án endurgjalds. Vefurinn er ekki rekinn í ágóðaskyni heldur vegna áhuga eiganda á þessu málefni.
Nú skulum við passa upp á staðreyndirnar um það hvernig við höfum haldið eigninni okkar við. Við skulum vera varkár og passasöm og skrá upplýsingar um viðhaldið á húsunum okkar í viðhaldsbók hússins okkar. Á netinu! Ekki rjúka út í viðhald þegar við getum flett upp í viðhaldsbókinn og sjáum að það eru bara 5 ár síðan eldhúsið var endurnýjað. Dittum frekar að því sem er vel gert og skráum hjá okkur allt sem við gerum. Eins úr hverju hlutirnir eru, hvaðan er eldhúsinnréttingin o.s.frv. Sýnum fyrirhyggju og skráum viðhaldið okkar í Viðhaldsbók hússins, www.V3.is. Skráning og notkun er án endurgjalds. Vefurinn er ekki rekinn í ágóðaskyni heldur vegna áhuga eiganda á þessu málefni.
05 október 2008
Fallegustu og litríkustu heimili veraldarinnar
08 september 2008
Gulsópurinn og sírenan - byrjaðar að blómstra aftur
Eitt gott haust fyrir fáeinum árum, blómstraði gulsópurinn og sírenan í garðinum mínum um miðjan september. Báðar tegundirnar blómstruðu á fullu, reyndar aðeins minna en fyrri hluta sumars. Nú sýnist mér að þetta sé að gerast aftur. Ég sé eitt blóm á sírenunni en nokkur á gulsópnum. Ég hef tekið eftir því að gulsópar í fleiri görðum eru líka farnir að blómstra. Nú verður spennandi að sjá hvernig hitastigið verður næstu daga og fylgjast með því hvort sírenan blómstri aftur eins og hún gerði í september árið 2003.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna sírenuna í blóma í september árið 2003
Myndirnar hér fyrir neðan sýna sírenuna í blóma í september árið 2003
07 september 2008
Úrskurðarnefnd frístundamála skipuð
Nú er Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, búin að skipa í úrskurðarnefnd frístundamála í samræmi við lög sem tóku gildi 1 júlí síðastliðin.
Þegar langtímasamningur um leigulóð fyrir sumarbústað, rennur út getur tvennt gerst. Annað hvort eru leigutakinn og landeigandinn sammála um að framlengja samninginn sem þeir gera, eða að þeir eru ekki sammmála um framhaldið. Með lögunum frá því í sumar er tekið á því hvað er hægt að gera þegar menn koma sér ekki saman um framhaldið.
Markmið laganna er að tryggja eðlilegt jafnræði með aðilunum ef þeir ná ekki samkomulagi þegar leigusamningur rennur út. Réttur leigutaka virðist vera þokkalegur, ef leigutaka og landeiganda semst ekki um framhald/riftun samningsins, framlengist samningurinn. Reyndar með þeim fyrirvara að landeigandi getur ákveðið að krefjast innlausnar á mannvirkjum á lóðinni svo og endurskoðunar á leigugjaldi fyrir lóðina. Það er þarna sem úrskurðarnefndin kemur inn í. Hún á að hafa úrskurðarvald um fjárhæð innlausnarverðs og endurskoðað leiguverð ef samningar takast ekki milli leigutakans og landeigandans.
Myndin er tekin út um sumarbústaðaglugga. Úti rigndi og rigndi....
Sumarbústaðaeigendur ættu að kynna sér lögin en með tilkomu þeirra er væntanlega staða þeirra sem vilja eiga/byggja sér sumarbústað á leigulóð skýrari en áður var. Ég er á þeirri skoðun að það sé álitlegur kostur að byggja/kaupa sumarbústað á leigulóð miðað við það hvað verð á eignarlóðum fyrir sumarbústaði er hátt!
Slóðin á lögin er: heildarlög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008
Þegar langtímasamningur um leigulóð fyrir sumarbústað, rennur út getur tvennt gerst. Annað hvort eru leigutakinn og landeigandinn sammála um að framlengja samninginn sem þeir gera, eða að þeir eru ekki sammmála um framhaldið. Með lögunum frá því í sumar er tekið á því hvað er hægt að gera þegar menn koma sér ekki saman um framhaldið.
Markmið laganna er að tryggja eðlilegt jafnræði með aðilunum ef þeir ná ekki samkomulagi þegar leigusamningur rennur út. Réttur leigutaka virðist vera þokkalegur, ef leigutaka og landeiganda semst ekki um framhald/riftun samningsins, framlengist samningurinn. Reyndar með þeim fyrirvara að landeigandi getur ákveðið að krefjast innlausnar á mannvirkjum á lóðinni svo og endurskoðunar á leigugjaldi fyrir lóðina. Það er þarna sem úrskurðarnefndin kemur inn í. Hún á að hafa úrskurðarvald um fjárhæð innlausnarverðs og endurskoðað leiguverð ef samningar takast ekki milli leigutakans og landeigandans.
Myndin er tekin út um sumarbústaðaglugga. Úti rigndi og rigndi....
Sumarbústaðaeigendur ættu að kynna sér lögin en með tilkomu þeirra er væntanlega staða þeirra sem vilja eiga/byggja sér sumarbústað á leigulóð skýrari en áður var. Ég er á þeirri skoðun að það sé álitlegur kostur að byggja/kaupa sumarbústað á leigulóð miðað við það hvað verð á eignarlóðum fyrir sumarbústaði er hátt!
Slóðin á lögin er: heildarlög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008
04 september 2008
Gott hengi í þvottahúsið
Ég rakst á mynd af nokkuð góðu hengi í þvottahúsið og deili henni hér með ykkur, kæru notendur V3.is.
Eins og sést á myndinni, má hækka og lækka hengið þ.a. þegar maður hengir upp þvottinn, þá hefur maður það í lægri stöðunni og að því loknu hífir maður það upp eins og rúllugardínu.
Góð hugmynd, hengja upp þvottinn í góðri hæð og lyfta honum síðan upp þ.a. hægt sé að ganga undir "snúruna"!
26 ágúst 2008
Athygli sumarhúsaeigenda vakin á nýjum lögum.
Á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda er vakin athygli á að allir leigutakar sem eru með (sumarhúsa)lóð á leigu og leigusamning sem rennur út fyrir 1. júlí 2010, þurfi að tilkynna leigusala/landeiganda að þeir óski eftir að framlengja leigusamninginn FYRIR 1.SEPTEMBER 2008! Það eru ekki margir dagar til stefnu. Með því að tilkynna landeiganda þetta framlengist leigusamningurinn um eitt ár en þó ekki lengur en til 1. júlí 2010.
Þetta virðist snúið, það er eins gott að kynna sér lögin um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, þau eru birt á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég ætla að skoða þessi lög betur við tækifæri til þess að átta mig á því hvort það sé nokkuð mjög slæmt að kaupa sumarbústað á leigulóð frekar en að borga 2-4 milljónir fyrir landið og vera eigandi þess. Meira síðar......
Þetta virðist snúið, það er eins gott að kynna sér lögin um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, þau eru birt á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég ætla að skoða þessi lög betur við tækifæri til þess að átta mig á því hvort það sé nokkuð mjög slæmt að kaupa sumarbústað á leigulóð frekar en að borga 2-4 milljónir fyrir landið og vera eigandi þess. Meira síðar......
16 ágúst 2008
Keyptu bústað til flutnings - og komu fyrir á lóðinni sinni
Hjón sem ég veit um, keyptu leigulóðarétt á sumarhúsasvæði á Suðurlandi í vor, fyrir ca 7-800.000 kr. Lóðarleigan er um 30.000 kr. á ári og leigutíminn ca 25 ár. Nú, í ágústbyrjun, er komið upp hús og þau farin að vera í bústaðnum. Það er reyndar ekki alveg tilbúið en næstum því. Og allt hefur gengið vel. Þá vaknar spurningin? Hvernig fóru þau að?
Þau keyptu bústað sem var seldur til flutnings. Bústaðurinn var í alveg ágætisstandi en eigendur hans ætluðu að fá sér stærri bústað. Þau fengu menn til að grafa holu og steypa stólpa/sökkla og fylla holuna með rauðamöl. Því næst kom húsið í heilu lagi og var lagt ofan á undirstöðurnar. Þar á það að standa í eitt ár þar til það verður endanlega boltað niður.
Nú ver verið að leggja síðustu hönd á rotþróna og vatns/raflagnir. Þetta hefur tekið ævintýralega stuttan tíma! Því miður veit ég ekki hver heildarkostnaðurinn er orðinn, en ef til vill áskotnast mér þær upplýsingar síðar. Þau létu drauminn rætast og óska ég þeim til hamingju með bústaðinn sinn! Ég læt mig enn dreyma, er reyndar núna með 3 sumarbústaði í sigtinu og lóðir á þremur stöðum. Ég ætla að bíða aðeins til að sjá hvernig verðið mun þróast fram á næsta vor. Á meðan er meiningin að leggja fyrir. Ef til vill get ég gert tilboð í sumarbústað eða lóð (leigulóð) næsta vor?
Þau keyptu bústað sem var seldur til flutnings. Bústaðurinn var í alveg ágætisstandi en eigendur hans ætluðu að fá sér stærri bústað. Þau fengu menn til að grafa holu og steypa stólpa/sökkla og fylla holuna með rauðamöl. Því næst kom húsið í heilu lagi og var lagt ofan á undirstöðurnar. Þar á það að standa í eitt ár þar til það verður endanlega boltað niður.
Nú ver verið að leggja síðustu hönd á rotþróna og vatns/raflagnir. Þetta hefur tekið ævintýralega stuttan tíma! Því miður veit ég ekki hver heildarkostnaðurinn er orðinn, en ef til vill áskotnast mér þær upplýsingar síðar. Þau létu drauminn rætast og óska ég þeim til hamingju með bústaðinn sinn! Ég læt mig enn dreyma, er reyndar núna með 3 sumarbústaði í sigtinu og lóðir á þremur stöðum. Ég ætla að bíða aðeins til að sjá hvernig verðið mun þróast fram á næsta vor. Á meðan er meiningin að leggja fyrir. Ef til vill get ég gert tilboð í sumarbústað eða lóð (leigulóð) næsta vor?
24 júlí 2008
Lán til að kaupa sumarbústað
Jæja, ég er búin að skoða nokkrar sumarhúsabyggðir í Borgarfirðinum og líst vel á allflesta staðina. Ég er ekki enn búin að gera upp við mig hvort ég vilji byrja á að leigja mér lóð og byggja bústað frá grunni eða kaupa eldri bústað. En ég vil gjarnan vera á leigulóð.
Ég ákvað í dag að skoða núna fjármálin betur og leit á heimasíður bankanna. Hvaða lánakjör ætli séu í boði fyrir fólk eins og mig sem langar í sumarbústað?
Jú, því miður, það eru ekki góðar fréttir. Bankarnir virðast lána til að byggja eða kaupa sumarbústað og/eða lóð. Þeir bjóða sýnist mér allir verðtryggð lán með 10 -12% vöxtum! Hvorki meira né minna. Þetta finnst mér of háir vextir ofan á verðtrygginguna. Það borgar sig greinilega að BÍÐA og LEGGJA FYRIR og sjá hvað gerist á sumarhúsamarkaðnum og lánamarkaðnum næsta árið......
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: www.V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
Ég ákvað í dag að skoða núna fjármálin betur og leit á heimasíður bankanna. Hvaða lánakjör ætli séu í boði fyrir fólk eins og mig sem langar í sumarbústað?
Jú, því miður, það eru ekki góðar fréttir. Bankarnir virðast lána til að byggja eða kaupa sumarbústað og/eða lóð. Þeir bjóða sýnist mér allir verðtryggð lán með 10 -12% vöxtum! Hvorki meira né minna. Þetta finnst mér of háir vextir ofan á verðtrygginguna. Það borgar sig greinilega að BÍÐA og LEGGJA FYRIR og sjá hvað gerist á sumarhúsamarkaðnum og lánamarkaðnum næsta árið......
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: www.V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
20 júlí 2008
Leigulóð eða eignarlóð fyrir sumarbústað?
Nú er viku dvöl í Borgarfirði lokið. Ég skoðaði lóðir og sumarbústaði sem eru til sölu (og lóðir til leigu), allt frá Skorradal upp í Húsafell og út á Mýrar. Ég komst nú ekki yfir öll sumarhúsahverfin en kom í nokkur þeirra. Til dæmis hverfið við Stóra Ás og nokkur hverfi við Skorradal. Lóðir í bígerð við Hraunsás voru einnig skoðaðar. Sumarhús og lóðir við Brókarvatn, í Svartagili, í landi Hallar og á Hvítársíðu voru skoðuð. Lóðir og bústaðir í landi Grímsstaða voru einnig skoðaðir. Ég ætlaði að skoða lóðir í Hvalfirðinum en það varð ekkert úr því að þessu sinni.
Og hver er niðurstaðan? Er skynsamlegt að kaupa lóð eða leigja eða kaupa eldri bústað? Á hann að vera á leigulóð eða á eignarlóð?
Í fyrsta lagi er ég búin að komast að niðurstöðu ef ákvörðunin verður að lokum að byrja á að fá mér lóð, án bústaðar. Það er ódýrara að leigja lóð en að kaupa. Og borgar sig ekki að mínu mati, að kaupa frístundalóð, hvernig sem maður reynir að reikna það dæmi til enda.
Dæmi
Leigulóð fæst gegn greiðslu 1.300.000 kr. upphafsgjald. Leiga á ári er 35.000 kr. og leigutíminn er 30 ár. Ákveðin þjónusta er innifalin í leiguverði. Sama lóð fæst keypt á 4.000.000 og engin leiga en ekki nein þjónusta þar sem ekki er verið að leigja neitt. Segjum að ég eigi 4.000.000. Ég festi mér leigulóðina og á 2.700.000 krónur eftir. Ég legg þær í banka og fæ miðað við 10% vexti 243 þús í vexti á ári að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
Ég borga 35.000 krónur í ársleigu og á eftir 208 þúsund krónur. Gróflega reiknað þá á ég eftir 30 ár 6.000.000 í bankanum..... + 2.700.000 upphaflega höfuðstólinn. Þá get ég hugsanlega ákveðið að kaupa lóðina ef út í það er farið, en ég get ekki alveg reiknað út hvað hún muni kosta þá.... En ef ég get framlengt lóðarsamninginn þá myndi ég gera það og nota peningana í bankanum til að gera eitthvað fyrir bústaðinn!
Ef ég aftur á móti kaupi lóðina í dag þá á ég hana og þarf ekki að borga neina leigu en ég á enga peninga inni á bankanum eftir 30 ár. Ekki neinar 8.700.000 eins og ef ég hefði leigt lóðina.
Leigulóð með þeim gæðum sem fylgja flestum þeirra er ódýrari kostur fyrir þann sem lætur sig dreyma um að koma sér upp sumarbústað. Að mínu mati.
Með nýjum lögum um leiguland fyrir sumarbústaði er staða leigjandanna mjög bætt miðað við það sem áður var. Því ætti maður ekki að hika við að leigja sér land undir sumarhús svo framarlega sem gerður er fullgildur leigusamningur. Samningurinn ætti að vera til minnst 30 ára og tiltekið í honum hvað gerist eftir 30 ár þegar hann rennur út. Og ef maður selur bústaðinn sinn að þá geti kaupandinn gengið inn í samninginn sem fyrir er.
Í leigusamningnum þarf að vera ákvæði um það hvort hægt sé að rifta honum áður en samningstíminn er liðinn og hvernig skuli standa að því ef til þess kæmi. Það ætti að vera torvelt fyrir eiganda landsins að rifta leigusamningnum ef leigusali stendur í skilum með leigu og uppfyllir samninginn að sínu leiti. Ef eigandi vill rifta leigusamning og eigandi bústaðar vill ekki flytja bústaðinn í burtu, þá þyrfti landeigandinn jafnvel að kaupa bústaðinn og borga matsverð fyrir hann og gróður sem búið er að planta á landinu.
Ef rétt er staðið að málum get ég eftir það sem ég er búin að vera að skoða um þessi mál ekki með nokkru móti séð að það sé miklu betra að kaupa lóð en að leigja hana eins og fólk virðist í dag almennt halda.
Það sem ég sé aftur á móti er að landeigendur hagnast miklu meira á því að selja lóðirnar heldur en að leigja þær. Og því hafa þeir nýlega áttað sig á. Ef okkur er talið trú um að það sé miklu öruggara að kaupa lóð en að leigja hana, þá erum við að hjálpa landeigendum að hagnast sem mest á lóðunum sínum. Á kostnað okkar sjálfra, venjulega fólksins, sem getur ef til vill ekki látið drauminn um sumarbústað verða að veruleika ef við þurfum að kaupa lóð á 4.000.000 og svo eigum við eftir að gera allt sem við þurfum að gera.
Við gætum aftur á móti keypt leigulóð á 1.300.000, keypt lítið gestahús og komið okkur upp litlu húsi með rafmagni og köldu vatni og rotþró, á ca 2.700.000. Og byrjað að njóta litla bústaðarins okkar, sett niður blóm og plöntur og byrjað að rækta okkar eigin trjá- eða grasagarð.
Niðurstaða mín í dag er að ég er sannfærð um að leigulóð skal það vera og nú er spurningin hvort á ég að byrja með nýja leigulóð eða kaupa mér eldri bústað á leigulóð? Það er verkefni næstu daga að kanna þetta og reikna dæmið til enda.
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: www.V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
Og hver er niðurstaðan? Er skynsamlegt að kaupa lóð eða leigja eða kaupa eldri bústað? Á hann að vera á leigulóð eða á eignarlóð?
Í fyrsta lagi er ég búin að komast að niðurstöðu ef ákvörðunin verður að lokum að byrja á að fá mér lóð, án bústaðar. Það er ódýrara að leigja lóð en að kaupa. Og borgar sig ekki að mínu mati, að kaupa frístundalóð, hvernig sem maður reynir að reikna það dæmi til enda.
Dæmi
Leigulóð fæst gegn greiðslu 1.300.000 kr. upphafsgjald. Leiga á ári er 35.000 kr. og leigutíminn er 30 ár. Ákveðin þjónusta er innifalin í leiguverði. Sama lóð fæst keypt á 4.000.000 og engin leiga en ekki nein þjónusta þar sem ekki er verið að leigja neitt. Segjum að ég eigi 4.000.000. Ég festi mér leigulóðina og á 2.700.000 krónur eftir. Ég legg þær í banka og fæ miðað við 10% vexti 243 þús í vexti á ári að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
Ég borga 35.000 krónur í ársleigu og á eftir 208 þúsund krónur. Gróflega reiknað þá á ég eftir 30 ár 6.000.000 í bankanum..... + 2.700.000 upphaflega höfuðstólinn. Þá get ég hugsanlega ákveðið að kaupa lóðina ef út í það er farið, en ég get ekki alveg reiknað út hvað hún muni kosta þá.... En ef ég get framlengt lóðarsamninginn þá myndi ég gera það og nota peningana í bankanum til að gera eitthvað fyrir bústaðinn!
Ef ég aftur á móti kaupi lóðina í dag þá á ég hana og þarf ekki að borga neina leigu en ég á enga peninga inni á bankanum eftir 30 ár. Ekki neinar 8.700.000 eins og ef ég hefði leigt lóðina.
Leigulóð með þeim gæðum sem fylgja flestum þeirra er ódýrari kostur fyrir þann sem lætur sig dreyma um að koma sér upp sumarbústað. Að mínu mati.
Með nýjum lögum um leiguland fyrir sumarbústaði er staða leigjandanna mjög bætt miðað við það sem áður var. Því ætti maður ekki að hika við að leigja sér land undir sumarhús svo framarlega sem gerður er fullgildur leigusamningur. Samningurinn ætti að vera til minnst 30 ára og tiltekið í honum hvað gerist eftir 30 ár þegar hann rennur út. Og ef maður selur bústaðinn sinn að þá geti kaupandinn gengið inn í samninginn sem fyrir er.
Í leigusamningnum þarf að vera ákvæði um það hvort hægt sé að rifta honum áður en samningstíminn er liðinn og hvernig skuli standa að því ef til þess kæmi. Það ætti að vera torvelt fyrir eiganda landsins að rifta leigusamningnum ef leigusali stendur í skilum með leigu og uppfyllir samninginn að sínu leiti. Ef eigandi vill rifta leigusamning og eigandi bústaðar vill ekki flytja bústaðinn í burtu, þá þyrfti landeigandinn jafnvel að kaupa bústaðinn og borga matsverð fyrir hann og gróður sem búið er að planta á landinu.
Ef rétt er staðið að málum get ég eftir það sem ég er búin að vera að skoða um þessi mál ekki með nokkru móti séð að það sé miklu betra að kaupa lóð en að leigja hana eins og fólk virðist í dag almennt halda.
Það sem ég sé aftur á móti er að landeigendur hagnast miklu meira á því að selja lóðirnar heldur en að leigja þær. Og því hafa þeir nýlega áttað sig á. Ef okkur er talið trú um að það sé miklu öruggara að kaupa lóð en að leigja hana, þá erum við að hjálpa landeigendum að hagnast sem mest á lóðunum sínum. Á kostnað okkar sjálfra, venjulega fólksins, sem getur ef til vill ekki látið drauminn um sumarbústað verða að veruleika ef við þurfum að kaupa lóð á 4.000.000 og svo eigum við eftir að gera allt sem við þurfum að gera.
Við gætum aftur á móti keypt leigulóð á 1.300.000, keypt lítið gestahús og komið okkur upp litlu húsi með rafmagni og köldu vatni og rotþró, á ca 2.700.000. Og byrjað að njóta litla bústaðarins okkar, sett niður blóm og plöntur og byrjað að rækta okkar eigin trjá- eða grasagarð.
Niðurstaða mín í dag er að ég er sannfærð um að leigulóð skal það vera og nú er spurningin hvort á ég að byrja með nýja leigulóð eða kaupa mér eldri bústað á leigulóð? Það er verkefni næstu daga að kanna þetta og reikna dæmið til enda.
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: www.V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
06 júlí 2008
50.000 lóðir fyrir sumarhús......
Samkvæmt fréttum hjá RUV í kvöld er búið eða langt komið að skipuleggja um 50.000 sumarhúsalóðir á Íslandi! Fjöldi sumarbústaða er um 14.000 bústaðir þ.a. fjöldi lóða ætti að duga næstu þrjár aldirnar skv. fréttinni. Skv. fréttinni má ætla að verð á sumarbústaðalóð, og gat ég ekki alveg skilið hvort um var að ræða leigulóð eða eignarlóð, myndi lækka um 50%. Það er eins gott að taka öllum sumarbústaðahugleiðingum með ró og ekki flýta sér. Bíða og fylgjast með....
01 júlí 2008
Ætti ég frekar að byrja á að fá mér lóð?
Ég fór í klippingu í dag sem er í sjálfu sér ekki frásagnarvert. En, hárgreiðslukonan mín sem á sumarbústað í Borgarfirðinum, benti mér á að það væri hægt að fá leigulóð á 1.000.000 (og jafnvel minna) og byggja sjálfur fínasta sumarhús fyrir 10.000.000. Og það gæti maður byggt á nokkrum árum, þ.a. ef ég ætlaði að kaupa mér sumarbústað þá skyldi ég athuga hvernig það kæmi út að byrja á tómri lóð og fara hægt og rólega af stað.
Ég byrjaði á að googla og viti menn, ég fékk upp síðu, þar sem land undir sumarbústaði er augýst á 200.000 krónur og leigan fyrir árið er 30.000 kr. Lóðirnar eru frá 0,16 - 0,63 hektarar að stærð. En, það er engin dagsetning á síðunni, kanski er þetta gömul vefsíða, þetta virðist nú vera frekar ódýrt. En, þarna eru símanúmer og netfang, best að senda fyrirspurn. Staðurinn er Selborgir í landi Urriðaár á Mýrum. Hljómar vel. Og lítur vel út.
Ég ætla vissulega að skoða þennan möguleika, skoða hvað leigulóð kostar og líka hvað kostar að kaupa sér lóð. Í maí voru samþykkt lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég er búin að skoða lögin og finnst þau frekar flókin. Fljótt á litið lítur út fyrir að það sé kanski einfaldara að kaupa lóðina heldur en að leigja hana og borga ársleigu og eiga ef til vill á hættu að leigusali segi upp samningnum með tilheyrandi hugsanlegu veseni, ef til vill málaferlum ef menn eru ekki sáttir?
Það væri gaman að vita hvað þessi nýju lög hafa að segja fyrir eigendur sumarbústaða á leigulóðum. Eru þeir öruggir með lóðina sína, eða geta þeir lent í því að þurfa að flytja bústaðinn burtu? Eða selja bústaðinn til landeigandans á matsverði? Ég er ekki löglærð og átta mig ekki alveg á því hvort það að leigja sér lóð fyrir sumarbústað til 20 ára sé góður möguleiki miðað við að margir landeigendur eru tilbúnir til að selja fólki lóðina. Ein greiðsla í eitt skipti fyrir allt og enginn getur vísað manni burtu, enginn getur rift neinum samningum. Og maður getur selt bústaðinn sinn með lóð og öllu ef maður vill án þess að kaupandinn þurfi að semja við landeigandann.
Land er fasteign, það veit ég, og landeigendur, þeas fasteignaeigendur geta sagt upp leigendum sínum þegar um venjulega leiguíbúð er að ræða. Enda finnst öllum það sjálfsagt ef það er gert á réttan hátt. En ef maður leigir lóð, og byggir á henni bústað og plantar út trjám, þá er ekki eins auðvelt að flytja eins og að flytja úr íbúð. En ég skil það sjónarmið, að landeigandinn vilji rifta leigusamningnum, þetta er hans eign......
Jæja. Best að hætta sér ekki of mikið út í þessa sálma. En ég ætla að skoða næstu daga hvaða kjör eru í boði fyrir annars vegar leiguland og hins vegar hvað kostar að kaupa land. Ég ætla að skoða 0,4 - 0,5 hektara lóðir, gjarnan í Borgarfirðinum eða á Suðurlandi. Og einnig hvaða gæði fylgja þessum lóðum, t.d. rafmagn, heitt/kalt vatn o.s.frv. og hvað kosta gæðin?
Eitt að lokum, ársleigan fyrir lóðina sem litli bústaðurinn í Húsafelli er á, er 124.000 krónur á ári. Fékk það staðfest í dag. Leigan fyrir hann er semsé næstum því 3svar sinnum hærri en leigan fyrir lóðina í Fitjahlíðum. Og lóðin er eins og kom fram í gær, aðeins 0,12 hektari, frekar lítil lóð, en kanski alveg nógu stór miðað við svona lítinn bústað. Á einu ári er leigan 124.000 - 45.000 = 79.000 kr. hærri. Á 20 árum er það ca 1.600.000 hærra verð í leigu fyrir litla Húsafellsbústaðinn miðað við litla Skorradalsbústaðinn. Það þarf að taka allt með í reikninginn.
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
Ég byrjaði á að googla og viti menn, ég fékk upp síðu, þar sem land undir sumarbústaði er augýst á 200.000 krónur og leigan fyrir árið er 30.000 kr. Lóðirnar eru frá 0,16 - 0,63 hektarar að stærð. En, það er engin dagsetning á síðunni, kanski er þetta gömul vefsíða, þetta virðist nú vera frekar ódýrt. En, þarna eru símanúmer og netfang, best að senda fyrirspurn. Staðurinn er Selborgir í landi Urriðaár á Mýrum. Hljómar vel. Og lítur vel út.
Ég ætla vissulega að skoða þennan möguleika, skoða hvað leigulóð kostar og líka hvað kostar að kaupa sér lóð. Í maí voru samþykkt lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég er búin að skoða lögin og finnst þau frekar flókin. Fljótt á litið lítur út fyrir að það sé kanski einfaldara að kaupa lóðina heldur en að leigja hana og borga ársleigu og eiga ef til vill á hættu að leigusali segi upp samningnum með tilheyrandi hugsanlegu veseni, ef til vill málaferlum ef menn eru ekki sáttir?
Það væri gaman að vita hvað þessi nýju lög hafa að segja fyrir eigendur sumarbústaða á leigulóðum. Eru þeir öruggir með lóðina sína, eða geta þeir lent í því að þurfa að flytja bústaðinn burtu? Eða selja bústaðinn til landeigandans á matsverði? Ég er ekki löglærð og átta mig ekki alveg á því hvort það að leigja sér lóð fyrir sumarbústað til 20 ára sé góður möguleiki miðað við að margir landeigendur eru tilbúnir til að selja fólki lóðina. Ein greiðsla í eitt skipti fyrir allt og enginn getur vísað manni burtu, enginn getur rift neinum samningum. Og maður getur selt bústaðinn sinn með lóð og öllu ef maður vill án þess að kaupandinn þurfi að semja við landeigandann.
Land er fasteign, það veit ég, og landeigendur, þeas fasteignaeigendur geta sagt upp leigendum sínum þegar um venjulega leiguíbúð er að ræða. Enda finnst öllum það sjálfsagt ef það er gert á réttan hátt. En ef maður leigir lóð, og byggir á henni bústað og plantar út trjám, þá er ekki eins auðvelt að flytja eins og að flytja úr íbúð. En ég skil það sjónarmið, að landeigandinn vilji rifta leigusamningnum, þetta er hans eign......
Jæja. Best að hætta sér ekki of mikið út í þessa sálma. En ég ætla að skoða næstu daga hvaða kjör eru í boði fyrir annars vegar leiguland og hins vegar hvað kostar að kaupa land. Ég ætla að skoða 0,4 - 0,5 hektara lóðir, gjarnan í Borgarfirðinum eða á Suðurlandi. Og einnig hvaða gæði fylgja þessum lóðum, t.d. rafmagn, heitt/kalt vatn o.s.frv. og hvað kosta gæðin?
Eitt að lokum, ársleigan fyrir lóðina sem litli bústaðurinn í Húsafelli er á, er 124.000 krónur á ári. Fékk það staðfest í dag. Leigan fyrir hann er semsé næstum því 3svar sinnum hærri en leigan fyrir lóðina í Fitjahlíðum. Og lóðin er eins og kom fram í gær, aðeins 0,12 hektari, frekar lítil lóð, en kanski alveg nógu stór miðað við svona lítinn bústað. Á einu ári er leigan 124.000 - 45.000 = 79.000 kr. hærri. Á 20 árum er það ca 1.600.000 hærra verð í leigu fyrir litla Húsafellsbústaðinn miðað við litla Skorradalsbústaðinn. Það þarf að taka allt með í reikninginn.
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
30 júní 2008
Mig langar í sumarbústað.........
Jæja kæru lesendur. Nú langar mig, V3 bloggarann, í sumarbústað! Ég stefni á að blogga um það sem ég verð áskynja um varðandi þessi mál. Allar athugasemdir og góðar ábendingar eru vel þegnar.
Ég byrjaði semsé í dag, mánudaginn 30. júní 2008 að skoða fasteignablöðin sem bárust inn um lúguna. Ég fann tvo bústaði auglýsta hjá Eignamiðlun Mosfellsbæjar. Ég hringdi og Svanþór sölumaður sendi mér að bragði nánari upplýsingar um bústaðina. Annar bústaðurinn er í Skorradal í Fitjahlíðum og hinn er í Húsafelli. Sá í Fitjahlíðum kostar 13,9 milljónir og sá í Húsafelli kostar meira en helmingi minna eða bara 5,9 milljónir!
Báðir eru á leigulóð, og þá vaknar fyrsta spurningin? Er maður að kaupa köttinn í sekknum með að kaupa sér bústað á leigulóð? Í sölulýsingunni fyrir bústaðinn í Fitjahlíðum er tekið fram að nýr lóðarleigusamningur skal gerður við sölu á eigninni. Ætli það sé almennt gert þegar bústaður á leigulóð er seldur?
Næsta spurning vaknar um leið, hvernig getur maður nú reiknað út hvort sé hagkvæmara að kaupa land eða leigja undir sumarbústað? Eða að kaupa gamlan bústað á leigulandi ef það þarf líka að semja við eiganda landsins við sölu? Hvort gerir maður fyrst, kaupir bústaðin af eigandanum eða semur við landeigandann? Þetta hlýtur nú allt að haldast í hendur?
En, aftur að bústöðunum tveimur. Til að byrja með skoða ég nánar upplýsingarnar um bústaðina tvo. Báðir eru semsé á leigulóð. Önnur lóðin er 0,12 hektari og hin er 0,2. Lóðin í Skorradal liggur niður að vatninu. Bústaðurinn í Skorradal er um 35 m2 og er frá árinu 1974. Það þarf að styrkja stoðir undir bústaðnum. Bústaðurinn í Húsafelli er ekki nema 22 m2 en er frá árinu 1987. Hann er töluvert minni, á minni lóð og væntanlega ekki alveg eins mikið út af fyrir sig og bústaðurinn í Fitjahlíðum.
Þá er það peningahliðin: Leigan fyrir bústaðinn í Húsafelli er 124000 krónur fyrir árið 2008, ætli það sé bara hálf leiga? Árið er jú hálfnað? Þetta þyrfti að athuga betur. 124000 er ansi há leiga. Leigan er 3 - 6 sinnum hærri en í Skorradal. Kanski er þarna einu núlli of mikið, þ.a. leigan á ársgrundvelli sé 12400*2= 24.800 krónur?
Hvað með ásett verð, hvor bústaðurinn er á betra verði? Verðið á bústaðnum frá 1974 er ca 2,2 sinnum verðið á fasteignamati + lóðamati. Verðið á bústaðnum í Húsafelli er ca 1,2 sinnum verðið miðað við fasteignamat + lóðamat.
En, hann er minni, og ef upplýsingarnar um leiguna eru réttar, þá er hún miklu hærri. Á 20 árum er leigan fyrir Húsafellsbústaðinn 120.000 eða 240.000*20=2.400.000 eða 4.800.000 en fyrir bústaðinn í Skorradal, 45000*20=900.000. Eins gott að tékka af leigutöluna fyrir bústaðinn í Húsafelli, það munar um minna.
En, báðir bústaðarnir eru komnirn á listann og um miðjan júlí verður lagt af stað í skoðunarleiðangur og bústaðirnir skoðaðir svo framarlega sem þeir verði ekki seldir. Ef til vill verða fleiri bústaðir komnir á listann þegar að skoðunarleiðangrinum kemur. Og kanski verða komnar á hann lóðir, maður ætti ef til vil að byrja á að kaupa sér lóð og gerast lóðareigandi en ekki bara sumarhúsaeigandi?
Ég segi meira frá því síðar hvernig þessi mál þróast.
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
08 maí 2008
Landskrá fasteigna - 180.328 fasteignir
Í 1.tbl 1. árgangi afmælisrits Félags fasteignasala, blaðinu Fasteignir, er á bls. 12 viðtal við Margréti Hauksdóttur, aðstoðarforstjóra Fasteignamats ríkisins. Í viðtalinu kemur fram að Ísland stendur í fremstu röð ríkja varðandi skráningu upplýsinga um fasteignir á Íslandi í gagnagrunninn Landskrá fasteigna. Skráin inniheldur upplýsingar á landsvísu um allar fasteignir á Íslandi. Frá 2001 hefur verið unnið að því að sameina fasteignamatsskrá og þinglýsingabók sýslumanna.
Margrét segir að í dag (maí 2008) séu upplýsingar um 180.328 fasteignir í skránni og það sé um 96% allra þinglýstra fasteigna á Íslandi. Dæmi um upplýsingar sem vistaðar eru í Landskrá fasteigna er brunabótamat, fasteignamat og upplýsingar um þinglýsta eigendur fasteignar.
Auk ýmissa annarra upplýsinga sem eru vistaðar í Landskránni má finna þar loftmyndir af 97% allra mannvirkja á landinu og ætli það sé ekki stærsta myndasafn landsins? Þú getur skoðað loftmynd af hvaða fasteign sem er með því að fara inn á vefinn hjá fasteignamatinu og slegið inn heimilisfang í reit ofarlega til hægri á forsíðunni.
V3.is sækir einmitt upplýsingar um fastanúmer fasteignar í Landskrá fasteigna þegar notandi býr til viðhaldsbók fyrir eign sína. Fastanúmer eignar er kennitala eignarinnar og þótt íbúð/eign skipti um eigendur heldur hún alla tíð fastanúmeri sínu. Þannig tilheyrir einnig viðhaldsbók eignar ávalt eigninni en er ekki bundin við eigandann.
Margrét segir að í dag (maí 2008) séu upplýsingar um 180.328 fasteignir í skránni og það sé um 96% allra þinglýstra fasteigna á Íslandi. Dæmi um upplýsingar sem vistaðar eru í Landskrá fasteigna er brunabótamat, fasteignamat og upplýsingar um þinglýsta eigendur fasteignar.
Auk ýmissa annarra upplýsinga sem eru vistaðar í Landskránni má finna þar loftmyndir af 97% allra mannvirkja á landinu og ætli það sé ekki stærsta myndasafn landsins? Þú getur skoðað loftmynd af hvaða fasteign sem er með því að fara inn á vefinn hjá fasteignamatinu og slegið inn heimilisfang í reit ofarlega til hægri á forsíðunni.
V3.is sækir einmitt upplýsingar um fastanúmer fasteignar í Landskrá fasteigna þegar notandi býr til viðhaldsbók fyrir eign sína. Fastanúmer eignar er kennitala eignarinnar og þótt íbúð/eign skipti um eigendur heldur hún alla tíð fastanúmeri sínu. Þannig tilheyrir einnig viðhaldsbók eignar ávalt eigninni en er ekki bundin við eigandann.
04 maí 2008
Félag fasteignasala með nýjan fasteignaleitarvef í bígerð
Fasteignarleitarvefir eru í dag tveir á Íslandi, vefur mbl.is og vefur habil.is.
Í afmælisriti Félags fasteignasala, maí 2008, kemur fram í viðtali við Grétar Jónasson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, að félagið mun á næstunni kynna nýjan fasteignaleitarvef, www.fasteignir.is.
Tilgangurinn er að auðelda fólki að finna eignir á netinu og bæta gæði auglýsinga vegna eigna sem eru til sölu. Fasteignasalarnir eru þeir sem skrá eignir á sölu og þeir búa yfir öllum upplýsingunum sem til þarf til að reka góðan fasteignarleitarvef. Auk upplýsingar um eignir á söluskrá er ætlunin að birta ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum.
Fyrirhugað er að opna vefinn formlega í ágúst 2008.
V3.is óskar Félagi fasteignasala til hamingju með fyrirhugaðan vef. Það verður spennandi að fylgjast með þróun fasteignaleitarvefja næstu mánuðina. Ætli einhverjum detti í hug að tengill í rafræna viðhaldsbók fasteignar í sölu, gæti verið áhugaverður valkostur á fasteignaleitarvef?
Í afmælisriti Félags fasteignasala, maí 2008, kemur fram í viðtali við Grétar Jónasson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, að félagið mun á næstunni kynna nýjan fasteignaleitarvef, www.fasteignir.is.
Tilgangurinn er að auðelda fólki að finna eignir á netinu og bæta gæði auglýsinga vegna eigna sem eru til sölu. Fasteignasalarnir eru þeir sem skrá eignir á sölu og þeir búa yfir öllum upplýsingunum sem til þarf til að reka góðan fasteignarleitarvef. Auk upplýsingar um eignir á söluskrá er ætlunin að birta ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum.
Fyrirhugað er að opna vefinn formlega í ágúst 2008.
V3.is óskar Félagi fasteignasala til hamingju með fyrirhugaðan vef. Það verður spennandi að fylgjast með þróun fasteignaleitarvefja næstu mánuðina. Ætli einhverjum detti í hug að tengill í rafræna viðhaldsbók fasteignar í sölu, gæti verið áhugaverður valkostur á fasteignaleitarvef?
13 apríl 2008
Örbylgjuloftnet í fjölbýlishúsi.
Eftirfarandi fyrirspurn barst V3.is 12.apríl 2008.
Við hér í blokkinni höfum verið með örbylgjuloftnet sem nú er orðið ónýtt. Nú hagar málum þannig að meirihl. íbúa notar ekki lengur loftnetið heldur er með sjónvarp tengt við ADSL. Þurfa allir að taka þátt í kaupum og uppsetningu á nýju loftneti þó svo þeir þarfnist þess ekki lengur?
Kv. S.
Svarið sem V3.is sendi S:
Hæ. Takk fyrir fyrirspurn þína. Þetta er mál sem varðar marga í húsfélögum og eftirfarandi er mitt mat á þessu máli.
Það eru nokkrir möguleikar í boði til að taka inn sjónvarp. Síminn býður upp á sjónvarp í gegnum ADSL og í gegnum breiðband. Vodafone er að þróa það sama hjá sér og mun væntanlega bjóða upp á samsvarandi tengingarmöguleika síðar. Staðreyndin er þó að maður þarf að greiða nokkur þúsund kr. á mánuði fyrir að vera með ADSL tengingu þótt sjónvarpstengingin sjálf eigi ekki að kosta neitt. Flestar sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á sjónvarp í gegnum ljósleiðara Orkuveitunnar svo og yfir loftnetstenginu. Vandinn er aðeins að ekki eru allir komnir með ljósleiðarann og greiða þarf grunngjald mánaðarlega til Orkuveitunnar fyrir áskrift að ljósleiðaranum, en ekki að sjónvarpsmerkinu í gegnum loftnetið.
Bæði ADSL tenging Símans og tenging við ljósleiðara Orkuveitunnar, bjóða fyrst og fremst upp á tölvutengingu auk möguleikans á að taka inn sjónvarp.
Þeir sem eru bæði með sjónvarp og internet hafa væntanlega áhuga á að taka inn sjónvarpið í gegnum ADSL/ljósleiðarann, sérstaklega ef gæðin verða betri en í gegnum loftnetið. Þeir sem eru ekki með internetið og bara með sjónvarp vilja væntanlega nota (örbylgju)loftnetið enda er loftnetstenging án mánaðargjalds en á móti kemur að greiða þarf fyrir loftnetið í byrjun og kostnað vegna uppsetningar þess.
Samantekt:
Ég held að stjórn húsfélagsins eigi að leggja þetta fyrir húsfund og kosið verði um það hvernig eigi að skipta kostnaðnum fyrir uppsetningu nýs örbylgjuloftnets og hvernig taka eigi á því þegar íbúð er seld og nýr eigandi vill nýta sér loftnetið ef núverandi eigandi hennar "á ekkert í loftnetinu".
Örbylgjuloftnet eru gæði sem fylgja íbúð, ef tengingar frá loftneti í vegg íbúðarinnar eru til staðar. Áskrift að ADSL/breiðbandi/ljósleiðara er á nafni eiganda íbúðar og fylgir ekki íbúð þegar hún er seld.
Ég lagði fyrirspurn þína og svarið inn á spjallborð V3.is, www.spjallbord.com þar sem fólk getur líka sagt sína skoðun. Með kveðju, frá V3.is/ÞJ
Við hér í blokkinni höfum verið með örbylgjuloftnet sem nú er orðið ónýtt. Nú hagar málum þannig að meirihl. íbúa notar ekki lengur loftnetið heldur er með sjónvarp tengt við ADSL. Þurfa allir að taka þátt í kaupum og uppsetningu á nýju loftneti þó svo þeir þarfnist þess ekki lengur?
Kv. S.
Svarið sem V3.is sendi S:
Hæ. Takk fyrir fyrirspurn þína. Þetta er mál sem varðar marga í húsfélögum og eftirfarandi er mitt mat á þessu máli.
Það eru nokkrir möguleikar í boði til að taka inn sjónvarp. Síminn býður upp á sjónvarp í gegnum ADSL og í gegnum breiðband. Vodafone er að þróa það sama hjá sér og mun væntanlega bjóða upp á samsvarandi tengingarmöguleika síðar. Staðreyndin er þó að maður þarf að greiða nokkur þúsund kr. á mánuði fyrir að vera með ADSL tengingu þótt sjónvarpstengingin sjálf eigi ekki að kosta neitt. Flestar sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á sjónvarp í gegnum ljósleiðara Orkuveitunnar svo og yfir loftnetstenginu. Vandinn er aðeins að ekki eru allir komnir með ljósleiðarann og greiða þarf grunngjald mánaðarlega til Orkuveitunnar fyrir áskrift að ljósleiðaranum, en ekki að sjónvarpsmerkinu í gegnum loftnetið.
Bæði ADSL tenging Símans og tenging við ljósleiðara Orkuveitunnar, bjóða fyrst og fremst upp á tölvutengingu auk möguleikans á að taka inn sjónvarp.
Þeir sem eru bæði með sjónvarp og internet hafa væntanlega áhuga á að taka inn sjónvarpið í gegnum ADSL/ljósleiðarann, sérstaklega ef gæðin verða betri en í gegnum loftnetið. Þeir sem eru ekki með internetið og bara með sjónvarp vilja væntanlega nota (örbylgju)loftnetið enda er loftnetstenging án mánaðargjalds en á móti kemur að greiða þarf fyrir loftnetið í byrjun og kostnað vegna uppsetningar þess.
Samantekt:
Ég held að stjórn húsfélagsins eigi að leggja þetta fyrir húsfund og kosið verði um það hvernig eigi að skipta kostnaðnum fyrir uppsetningu nýs örbylgjuloftnets og hvernig taka eigi á því þegar íbúð er seld og nýr eigandi vill nýta sér loftnetið ef núverandi eigandi hennar "á ekkert í loftnetinu".
Örbylgjuloftnet eru gæði sem fylgja íbúð, ef tengingar frá loftneti í vegg íbúðarinnar eru til staðar. Áskrift að ADSL/breiðbandi/ljósleiðara er á nafni eiganda íbúðar og fylgir ekki íbúð þegar hún er seld.
Ég lagði fyrirspurn þína og svarið inn á spjallborð V3.is, www.spjallbord.com þar sem fólk getur líka sagt sína skoðun. Með kveðju, frá V3.is/ÞJ
24 mars 2008
Viðhaldsbók - www.V3.is auglýsir eftir notendum
Viðhaldsbók hússins - www.V3.is auglýsir eftir notendum til að opna viðhaldsbók fyrir eign sína.
Tilgangurinn með vefnum, www.V3.is er að búa til skráningartól sem venjulegt fólk getur notað til að færa til bókar viðhald á eignum sínum. Tólið inniheldur símaskrá þar sem notandi skráir inn nöfn iðnaðarmanna og símanúmer. Notendur skrá einnig hve ánægðir þeir er með iðnaðarmanninn sinn og deila nöfnum og símanúmerum fagmanna sem vinna vel og mæla má með við aðra.
Allir sem eru að leita sér að fagmanni geta farið inn á vefinn og skoðað hvaða iðnaðarmönnum notendur V3 mæla með.
Tilgangurinn með vefnum, www.V3.is er að búa til skráningartól sem venjulegt fólk getur notað til að færa til bókar viðhald á eignum sínum. Tólið inniheldur símaskrá þar sem notandi skráir inn nöfn iðnaðarmanna og símanúmer. Notendur skrá einnig hve ánægðir þeir er með iðnaðarmanninn sinn og deila nöfnum og símanúmerum fagmanna sem vinna vel og mæla má með við aðra.
Allir sem eru að leita sér að fagmanni geta farið inn á vefinn og skoðað hvaða iðnaðarmönnum notendur V3 mæla með.
03 febrúar 2008
Ef íbúðinni hefði tilheyrt viðhaldsbók...
Hjón í Reykjavík keyptu sér íbúð á annarri hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin leit vel út með parketi á stofunni. Parketið leit út fyrir að vera nýlegt en eitthvað fannst fólkinu vera að því. Þau fóru því í það að taka upp parketið af gólfinu. Þá kom í ljós að undir parketið hafði verið lagður plastdúkur. Þetta fannst þeim auðvitað frekar skrítið. Undir plastdúknum kom í ljós raki. Í stað þess að uppræta þennan raka þegar parketið hafði verið lagt á sínum tíma, var bara plast lagt yfir gólfið til að hlífa nýja parketinu.
Við nánari skoðun kom í ljós að rakinn stafaði af leka í gegnum sprungu í útvegg. Þetta dæmi sýnir ókunnugleika á eðli málsins. Ávalt skal finna og stoppa leka, þegar hans verður vart. Sama þótt það kosti húseigandann meiri útjöld og tafir, aldrei skal reyna að fela leka með því að setja yfir hann plast, dúk eða reyna að klæða hann á einhvern hátt af. Rakinn er jafn slæmur þótt hann sjáist ekki um stund, en hann kemur fram fyrr eða síðar, t.d. við næstu framkvæmdir eða lyktin sem fylgir rakaskemmdum fer að gera vart við sig. Mygla fylgir gjarnan raka.
Það skal einnig tekið fram að í fjölbýlishúsum er kostnaður vegna viðgerða á sprungum í útveggjum oftast sameiginlegur. Ef raki er í vegg og eigandi eignar telur að það sé vegna sprungu í útvegg, á hann að taka málið upp á húsfundi. Ef skemmdir eru farnar að gera vart við sig er oftast ekki eftir neinu að bíða, heldur að fá húsfélagið að ganga í málið. Raki í vegg getur einnig stafað af leku röri eða óþéttu baðherbergi í íbúð fyrir ofan viðkomandi vegg.
Reglan er að ef vart verður við raka við einhverjar framkvæmdir, skal finna hvaðan hann kemur og ráðast í viðgerðir til að losna við hann!
Ef þessari íbúð hefði tilheyrt viðhaldsbók, sem hefði verið samviskusamlega fyllt út, þá hefði í henni væntanlega komið fram að plast hefði verið lagt undir parketið. Þá hefðu núverandi kaupendur getað spurt nánar um þetta, hvers vegna var plast lagt undir parketið? Því slíkt gerir væntanlega ungur fasteignaeigandi sem hefur litla reynslu af viðhaldi og veit ekki hvað hann er að gera og gerir það væntanlega í góðri trú. Lykilatriðið við viðhaldsframkvæmdir er að vita hvernig var verkið unnið, hverjir unnu það og hvaða efni var notað. Eigandi sem heldur vel utan um allar sínar framkvæmdir og getur sýnt viðhaldsbókina sína þegar hann selur eignina sína, leggur spilin á borðið. Hann fær væntanlega síður á sig ásakanir um að hann hafi haldið mikilvægum upplýsingum leyndum með tilheyrandi fundum með lögfræðingum til að leita sátta.
Húseigendur, það er aldrei of seint að byrja að færa viðhaldið sitt til bókar. Gjörið svo vel að nota vefinn http://www.v3.is/ til þess. Skráning og notkun er án endurgjalds.
Við nánari skoðun kom í ljós að rakinn stafaði af leka í gegnum sprungu í útvegg. Þetta dæmi sýnir ókunnugleika á eðli málsins. Ávalt skal finna og stoppa leka, þegar hans verður vart. Sama þótt það kosti húseigandann meiri útjöld og tafir, aldrei skal reyna að fela leka með því að setja yfir hann plast, dúk eða reyna að klæða hann á einhvern hátt af. Rakinn er jafn slæmur þótt hann sjáist ekki um stund, en hann kemur fram fyrr eða síðar, t.d. við næstu framkvæmdir eða lyktin sem fylgir rakaskemmdum fer að gera vart við sig. Mygla fylgir gjarnan raka.
Það skal einnig tekið fram að í fjölbýlishúsum er kostnaður vegna viðgerða á sprungum í útveggjum oftast sameiginlegur. Ef raki er í vegg og eigandi eignar telur að það sé vegna sprungu í útvegg, á hann að taka málið upp á húsfundi. Ef skemmdir eru farnar að gera vart við sig er oftast ekki eftir neinu að bíða, heldur að fá húsfélagið að ganga í málið. Raki í vegg getur einnig stafað af leku röri eða óþéttu baðherbergi í íbúð fyrir ofan viðkomandi vegg.
Reglan er að ef vart verður við raka við einhverjar framkvæmdir, skal finna hvaðan hann kemur og ráðast í viðgerðir til að losna við hann!
Ef þessari íbúð hefði tilheyrt viðhaldsbók, sem hefði verið samviskusamlega fyllt út, þá hefði í henni væntanlega komið fram að plast hefði verið lagt undir parketið. Þá hefðu núverandi kaupendur getað spurt nánar um þetta, hvers vegna var plast lagt undir parketið? Því slíkt gerir væntanlega ungur fasteignaeigandi sem hefur litla reynslu af viðhaldi og veit ekki hvað hann er að gera og gerir það væntanlega í góðri trú. Lykilatriðið við viðhaldsframkvæmdir er að vita hvernig var verkið unnið, hverjir unnu það og hvaða efni var notað. Eigandi sem heldur vel utan um allar sínar framkvæmdir og getur sýnt viðhaldsbókina sína þegar hann selur eignina sína, leggur spilin á borðið. Hann fær væntanlega síður á sig ásakanir um að hann hafi haldið mikilvægum upplýsingum leyndum með tilheyrandi fundum með lögfræðingum til að leita sátta.
Húseigendur, það er aldrei of seint að byrja að færa viðhaldið sitt til bókar. Gjörið svo vel að nota vefinn http://www.v3.is/ til þess. Skráning og notkun er án endurgjalds.
22 janúar 2008
Gamlir hankar fá nýtt líf á baðherberginu
Skemmtileg útfærsla á hönkum fyrir baðherbergið
Úrræðagóðan náunga vantaði hanka á baðherbergið sitt. Hann vildi ekki nýja hanka og vildi lausn sem myndi gæða baðherbergisvegginn nýju lífi. Hugmyndin sem hann fékk og útfærði var að kaupa alls konar gamla hanka og mála þá í sama lit og festa á fjöl sem yrði fest á baðherbergisvegginn. Hann fór í verslun sem selur gamla muni og á flóamarkað og kom heim með nokkra mismunandi hanka.
Hann sauð hankana til að losa þá við óhreinindi og fitu, festi hankana á fjöl og málaði. Við bíðum eftir að sjá framhaldið........
Úrræðagóðan náunga vantaði hanka á baðherbergið sitt. Hann vildi ekki nýja hanka og vildi lausn sem myndi gæða baðherbergisvegginn nýju lífi. Hugmyndin sem hann fékk og útfærði var að kaupa alls konar gamla hanka og mála þá í sama lit og festa á fjöl sem yrði fest á baðherbergisvegginn. Hann fór í verslun sem selur gamla muni og á flóamarkað og kom heim með nokkra mismunandi hanka.
Hann sauð hankana til að losa þá við óhreinindi og fitu, festi hankana á fjöl og málaði. Við bíðum eftir að sjá framhaldið........
11 janúar 2008
Að rífa gamalt hús og byggja nýtt
Getum við sem húseigendur, ákveðið að rífa húsið okkar og byggja nýtt á lóðinni?
Hvaða ferli setjum við af stað ef við ákveðum að rífa húsið okkar? Er nóg að sækja um hjá Byggingafulltrúa?
Það væri gaman að fá að vita meira um hvernig þetta fer fram í framhaldi af umræðunni um húsin á Laugavegi 2 og 4, sem eru eftst á baugi um þessar mundir. Ef einhver ykkar, kæru lesendur, veit eitthvað um þetta, segið okkur hinum frá því hvernig svona mál ganga fyrir sig almennt í Reykjavík og/eða í öðrum sveitarfélögum.
Hvaða ferli setjum við af stað ef við ákveðum að rífa húsið okkar? Er nóg að sækja um hjá Byggingafulltrúa?
Það væri gaman að fá að vita meira um hvernig þetta fer fram í framhaldi af umræðunni um húsin á Laugavegi 2 og 4, sem eru eftst á baugi um þessar mundir. Ef einhver ykkar, kæru lesendur, veit eitthvað um þetta, segið okkur hinum frá því hvernig svona mál ganga fyrir sig almennt í Reykjavík og/eða í öðrum sveitarfélögum.
01 janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár!
V3.is óskar notendum sínum öllum gleðilegs nýs árs.
Árið 2008 er gengið í garð og við hæfi að líta yfir það sem áunnist hefur á árinu 2007. Í febrúar 2007 var fyrirtækið Viðhaldsbók ehf stofnað. Um vorið leit fyrsta útgáfa vefsins http://www.vidhaldsbok.is/ dagsins ljós. Fljótlega var fjárfest í léninu V3.is og sótt um skrásetningu merkisins V3 til Einkaleyfastofu. V3 var skrásett sem vörumerki á árinu.
V3 stendur fyrir þrjár rafrænar bækur, sem eru aðgengilegar notendum í gegnum vefinn http://www.v3.is/. Bækurnar eru: Viðhaldsbók fasteignaeigandans, viðhaldsbók húsfélagsins og verkbók fagmannsins.
Megin þungi vinnunnar við vefinn á árinu 2007 hefur verið að fá fram lágmarksvirkni, fá ákveðin atriði til að virka. Flest þessara atriða eru komin inn og virka. Minni áhersla var lögð á útlitið á vefnum, fyrr en í lok ársins en þá var athyglinni beint að útlitinu. Vinna við það svo og áframhaldandi vinna með virkni vefsins heldur áfram á nýju ári.
Eftirfarandi eru megin atriðin sem náðst hafa á árinu 2007:
B. Fasteignaeigendur geta skráð hjá sér í gagnagrunn, upplýsingar um viðhald sem þeir standa fyrir á eignum sínum. Auk þess skrá þeir hjá sér upplýsingar um fagmenn sína og mæla með þeim ef þeir eru ánægðir með þá. Allir geta farið á vefinn og leitað sér að fagmanni sem húseigendurm mæla með
C. Eigandi eignar í húsfélagi getur skráð kennitölu húsfélagsins á eignalistann sinn og fengið aðgang að viðhaldsbók húsfélagsins. Hann getur skráð í hana viðhaldsverk og fleira sem snýr að húsfélaginu
D. Fagmaður getur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á. Allir geta leitað að fagmanni sem skráir sig á V3.is
E. V3 vaktin er bloggsíða V3 þar sem ýmsum upplýsingum er komið á framfæri
F. http://www.spjallbord.com/ er spjallborð á vegum V3.is. Þar geta fasteignaeigendur, fagmenn og þeir sem áhuga hafa á málefninu, spjallað um allt sem snýr að fasteignum, viðhaldi þeirra og málefni því tengd
G. V3 pósthópur hefur verið stofnaður. Þeir sem óska eftir að vera í pósthópi og fá öðru hvoru fréttir af V3.is, geta skráð sig í pósthópinn með því að fylla út beiðni um aðgang á eftirfarandi slóð: http://groups.google.com/group/v3is
H. Finna leið. Vegvísun á netinu. Notandi velur upphafsstað og áfangastað eru tilteknir, birtist kort sem sýnir leiðina milli tveggja staða. Notandinn flyst yfir á vef Map24 og kortið birtist þar
Ýmislegt fleira hefur verið á dagskránni á árinu og má þar nefna fróðleikskaflann og möguleikann að opna viðhaldsbók eignar sem er í sölu.
Markmið ársins 2008 er að þróa vefinn áfram og koma honum betur á framfæri.
Fyrir hönd V3.is - Viðhaldsbókar ehf, sendi ég ykkur öllum mínar bestu kveðjur.
Þóra Jónsdóttir, tölvunarfræðingur
Þóra Jónsdóttir, tölvunarfræðingur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)