V3 vaktin var á Norðurlandi í sumar. Á ferðalaginu var tjaldað í Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Sænautasel var byggt árið 1843 um 530 m yfir sjávarmáli. Bærinn var í byggð til 1943. Sögu Sænautasels má lesa á síðunni http://nemendur.khi.is/svanbjar/torf/
Sænautasel er fallegur og skemmtilegur staður til að staldra við á og það borgar sig að taka á sig smá krók út af hringveginum. Boðið er upp á lummur og kaffi eða kakó. Í nágrenni Sænautasels eru miklir jökulruðningar sem kallaðir eru Grýlugarðar. V3 vaktin var 3 tíma að ganga þangað og til baka aftur. Myndirnar eru teknar af bænum í Sænautaseli og af Grýlugörðum.
27 ágúst 2007
Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt
Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt. Notandi getur skráð hjá sér minnisatriði sem hann og aðeins hann sér. Myndirnar sýna yfirlit yfir minnisatriðin og endurbætt skráningarform
Má bjóða þér að halda utan um viðhaldið þitt? Gjörðu svo vel að skrá þig endurgjaldslaust á http://www.v3.is/
Viðhaldsbók hússins þíns gerir þér kleift að halda utan um viðhald eignar og/eða húsfélags!
Má bjóða þér að halda utan um viðhaldið þitt? Gjörðu svo vel að skrá þig endurgjaldslaust á http://www.v3.is/
Viðhaldsbók hússins þíns gerir þér kleift að halda utan um viðhald eignar og/eða húsfélags!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)