,,Vinna verk" er ný virkni á www.V3.is. Á síðunni getur þú leitað að fagmanni sem aðrir fasteignaeigendur hafa skráð í viðhaldsbókina sína og eru ánægðir með. Nafn og símanúmer fagmanns sem fær ánægjueinkunn 4 eða 5 á skalanum 0 - 5 frá eiganda, birtist. Þú hefur samband við fagmanninn. Þægilegt!
Fagmaður sem vill að nafn hans birtist á síðunni, skráir sig inn á www.V3.is og skráir upplýsingar um sig og þjónustuna sem hann býður upp á. Fagmaður getur einnig skráð upplýsingar um verk sem hann framkvæmir í verkbók sína.
Þú getur leitað að fagmanni sem hefur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á hjá www.V3.is og sett þig í samband við fagmanninn. Einfalt og praktískt!
Enn ein nýjungin er að fagmenn geta leitað að húseigendum! Húseigendur skrá sig inn á V3.is og búa til viðhaldsbók með því að skrá eign sína á eignalistann, sér að kostnaðarlausu. Þegar inn er komið, býr notandi til útboðslýsingu sem birtist á www.V3.is undir ,,Vinna verk" og ,, Fagmenn leita".
,,Vinna verk" tengir þannig saman húseigendur og fagmenn og öfugt. Dreifið gjarnan upplýsingunum um vefinn sem tengir saman húseigendur og fagmenn. Því fleiri sem nýta sér vefinn, þeim mun betur nýtist hann öllum!
Viðhaldsbók hússins míns er fyrir fasteignaeigendur, húsfélög og fagmenn. Notkun er án endurgjalds.
www.V3.is
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)