Nú eru gengistryggðu lánin og afleiðingar af dómi Hæstaréttar efst á baugi. Menn ræða fram og til baka hvað sé neytendum hagstæðast en ég hef ekki séð neinar tölur birtar. Ég tók mig því til og reiknaði hvað ég væri búin að greiða mikið (árið 2010) af 1.000.000 kr. bílaláni sem ég hefði tekið til 7 ára. Ég skoðaði hvernig staðan væri, ef ég hefði tekið lánið árið 2004, 2005, 2006, 2007 eða 2008 og miðaði við eftirfarandi kjör:
Verðtryggt lán með 5 % vöxtum
SP5 myntkörfulán með 3% vöxtum
Óverðtryggt lán með millibankavöxtum Seðlabankans
Óverðtryggt lán með 3% vöxtum
Lánið er til 7 ára og greitt af því árlega. Lánið sem tekið var 2004 er því búið að greiða af 6 sinnum, lánið tekið 2005 er búið að greiða af 5 sinnum, lánið tekið 2006 er búið að greiða af 4 sinnum, lánið tekið 2007 er búið að greiða af 3 sinnum og lánið tekið 2008 er búið að greiða af 2 sinnum.
Niðurstöðuna getum við skoðað á línuritum A, B og C (A+B).
Það kemur í ljós að viðmiðun við millibankavexti Seðlabankans er alls ekki svo óhagstætt þegar eftirstöðvarnar eru skoðaðar. En ef greiðslur hingað til eru skoðaðar kemur verðtryggða lánið frekar á óvart. Af línuritunum má sjá að SP5 myntkörfulán og óverðtryggt lán með 3% vöxtum, eru eiginlega öfgar í sitt hvora áttina. SP5 greiðslurnar hingað til eru ósanngjarnar og of háar, en óverðtryggðu greiðslurnar hingað til minna á lánin hér áður fyrr, sem verðbólgan át upp.
Línurit A. Greiðslur hingað til miðað við mismunandi kjör
Línurit B. Eftirstöðvar lána miðað við mismunandi kjör
Línurit C. Greiðlslur hingað til plús eftirstöðvar ef lán er greitt upp í dag miðað við mismunandi kjör
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)