15 júní 2007

Hvaða skref þarf að taka til að byrja?

Eftirfarandi geta skráðir notendur gert í Viðhaldsbók eigandans

1. Skrá eign á eignalistann. Viðhaldsbókin er búin til. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni fyrir eign sem notandinn á.
2. Skrá fagmann sem hefur unnið fyrir notanda, í ,,Simaskrána þína". Þetta er hægt að gera hvenær sem er. Það þarf þó að gerast áður en viðhaldsverk er skráð á viðkomandi fagmann.
3. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út upplýsingar um viðhaldsverk sem þú stendur fyrir eða hefur staði fyrir á eigninni þinni, eftir því sem við á. Þú getur hafið skráninguna þegar verk er í undirbúningi og bætt við færsluna eftir því sem verkinu miðar áfram. Upplýsingar sem þú skráir um verkið fylgja íbúðinni um ókomna tíð.
4. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út formið ,,Byggingarsaga". Það er hugsað fyrir þig til að halda saman upplýsingum um byggingarsögu eignarinnar. Getur birst á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
5. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út formið ,,Umhverfi", sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að hugsa um að setja eignina sína í sölu þar sem þessar upplýsingar geta birst á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
6. Hvenær sem er geturðu fyllt út formið ,,Ástandslýsing". Eitt form er fyllt út fyrir t.d. eldhúsið, annað fyrir baðherbergið o.s.frv. Þannig getur eigandi eignar metið ástand hvers rýmis og gert sínar viðhaldsáætlanir út frá því. Ástandslýsingu er líka gott að fylla út ef setja á eignina í sölu, hægt að birta á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
7. Fylla út heimild til að birta valdar upplýsingar úr viðhaldsbókinni þinni vegna fyrirhugaðrar sölu eignarinnar þinnar. Þú stjórnar því hvaða upplýsingar eru birtar með því að merkja við viðeigandi færslur. Þeir sem hafa áhuga á eigninni þinni geta skoðað upplýsingarnar sem þú hefur samviskusamlega skráð um hana.
ATH: Tenging við fasteignavef er í undirbúningi og ekki frágengin þegar þetta er skrifað.