Í 1.tbl 1. árgangi afmælisrits Félags fasteignasala, blaðinu Fasteignir, er á bls. 12 viðtal við Margréti Hauksdóttur, aðstoðarforstjóra Fasteignamats ríkisins. Í viðtalinu kemur fram að Ísland stendur í fremstu röð ríkja varðandi skráningu upplýsinga um fasteignir á Íslandi í gagnagrunninn Landskrá fasteigna. Skráin inniheldur upplýsingar á landsvísu um allar fasteignir á Íslandi. Frá 2001 hefur verið unnið að því að sameina fasteignamatsskrá og þinglýsingabók sýslumanna.
Margrét segir að í dag (maí 2008) séu upplýsingar um 180.328 fasteignir í skránni og það sé um 96% allra þinglýstra fasteigna á Íslandi. Dæmi um upplýsingar sem vistaðar eru í Landskrá fasteigna er brunabótamat, fasteignamat og upplýsingar um þinglýsta eigendur fasteignar.
Auk ýmissa annarra upplýsinga sem eru vistaðar í Landskránni má finna þar loftmyndir af 97% allra mannvirkja á landinu og ætli það sé ekki stærsta myndasafn landsins? Þú getur skoðað loftmynd af hvaða fasteign sem er með því að fara inn á vefinn hjá fasteignamatinu og slegið inn heimilisfang í reit ofarlega til hægri á forsíðunni.
V3.is sækir einmitt upplýsingar um fastanúmer fasteignar í Landskrá fasteigna þegar notandi býr til viðhaldsbók fyrir eign sína. Fastanúmer eignar er kennitala eignarinnar og þótt íbúð/eign skipti um eigendur heldur hún alla tíð fastanúmeri sínu. Þannig tilheyrir einnig viðhaldsbók eignar ávalt eigninni en er ekki bundin við eigandann.
08 maí 2008
04 maí 2008
Félag fasteignasala með nýjan fasteignaleitarvef í bígerð
Fasteignarleitarvefir eru í dag tveir á Íslandi, vefur mbl.is og vefur habil.is.
Í afmælisriti Félags fasteignasala, maí 2008, kemur fram í viðtali við Grétar Jónasson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, að félagið mun á næstunni kynna nýjan fasteignaleitarvef, www.fasteignir.is.
Tilgangurinn er að auðelda fólki að finna eignir á netinu og bæta gæði auglýsinga vegna eigna sem eru til sölu. Fasteignasalarnir eru þeir sem skrá eignir á sölu og þeir búa yfir öllum upplýsingunum sem til þarf til að reka góðan fasteignarleitarvef. Auk upplýsingar um eignir á söluskrá er ætlunin að birta ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum.
Fyrirhugað er að opna vefinn formlega í ágúst 2008.
V3.is óskar Félagi fasteignasala til hamingju með fyrirhugaðan vef. Það verður spennandi að fylgjast með þróun fasteignaleitarvefja næstu mánuðina. Ætli einhverjum detti í hug að tengill í rafræna viðhaldsbók fasteignar í sölu, gæti verið áhugaverður valkostur á fasteignaleitarvef?
Í afmælisriti Félags fasteignasala, maí 2008, kemur fram í viðtali við Grétar Jónasson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, að félagið mun á næstunni kynna nýjan fasteignaleitarvef, www.fasteignir.is.
Tilgangurinn er að auðelda fólki að finna eignir á netinu og bæta gæði auglýsinga vegna eigna sem eru til sölu. Fasteignasalarnir eru þeir sem skrá eignir á sölu og þeir búa yfir öllum upplýsingunum sem til þarf til að reka góðan fasteignarleitarvef. Auk upplýsingar um eignir á söluskrá er ætlunin að birta ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum.
Fyrirhugað er að opna vefinn formlega í ágúst 2008.
V3.is óskar Félagi fasteignasala til hamingju með fyrirhugaðan vef. Það verður spennandi að fylgjast með þróun fasteignaleitarvefja næstu mánuðina. Ætli einhverjum detti í hug að tengill í rafræna viðhaldsbók fasteignar í sölu, gæti verið áhugaverður valkostur á fasteignaleitarvef?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)