02 desember 2007

V3.is setur upp spjallborð fyrir fasteignaeigendur

V3.is setti upp spjallborð (e. forum) fasteignaeigenda, fagmanna og allra sem hafa áhuga á fasteignum í dag, 1. desember 2007. Slóðin er www.spjallbord.com
Markmiðið er að skapa vettvang húseigenda og sérfræðinga sem vita allt um viðhald og fasteignir! Ef þú vilt vita eitthvað varðandi fasteignir, viðhald þeirra, sölu eða kaup, farðu á www.spjallbord.com og leggðu inn fyrirspurn. Ef þú veist svarið við fyrirspurn sem einhver leggur inn á spjallborðið, er svar þitt vel þegið.

Fyrispurnir eða svör má einnig senda á netfangið: vbok@vbok.is Öllum fyrirspurnum sem eru sendar á vbok@vbok.is er svarað eins fljótt og auðið er. Þær, ásamt svari, verða ef við á, settar inn á spjallborðið.
Ef þú ert sérfræðingur á þínu sviði og ert tilbúinn til að svara fyrirspurnum á V3.is - spjallborðinu, vinsamlega fylgstu með fyrirspurnum sem koma inn á spjallborðið eða hafðu samband á netfangið: vbok@vbok.is og við munum senda til þín fyrirspurn sem okkur berst.Með kveðjuÞóra V3.is

25 nóvember 2007

Er V3.is - Viðhaldsbók, vistvæn?

Umhverfismál og vistvænar vörur eru ofarlega á baugi nú til dags. Við eigum bara eina jörð og við verðum að fara vel með hana. Um þetta ættu fasteignaeigendur að hugsa þegar ráðist er í það að henda öllu út úr íbúð/húsi sem viðkomandi hefur nýlega fest kaup á. Við skulum staldra við, það er ekki bara að slíkt kostar okkur viðbótarútgjöld, við erum ekki sérlega umhverfisvæn ef við gerum þetta. Ef við viljum hafa allt nýtt í kringum okkur, af hverju kaupum við okkur ekki frekar nýtt hús eða byggjum það sjálf?

Oft er afsökunin sú, að þetta sé allt saman gamalt drasl! En er það svo? Oft eru innréttingar og gólfefni alls ekki svo gömul, það veit bara enginn hve gömul eða úr hverju hlutirnir eru. Þennan hugsunarhátt vill V3.is hafa áhrif á, með því að stuðla að því að fasteignaeigendur haldi bókhald yfir það sem þeir gera við í húsunum sínum. Þannig gefa þeir þeim sem á eftir koma tækifæri til að sjá hve gamlir hlutirnir eru. Og vinna þannig að því að hlutum sé ekki hent vegna þess að nýr eigandi heldur að hann sé gamall. Ef það er staðreynd, að viðkomandi hlutur er ekki svo gamall og auk þess úr góðu, umhverfisvænu efni, staldrar ef til vill nýji eigandinn við, áður en hann hendir hlutnum út í gám.

Umhverfissinnar ættu að taka vef eins og V3.is fagnandi, og nýta sér hann til að halda til haga upplýsingum um viðhald eignar sinnar og vinna þannig á umhverfisvænum nótum!

08 október 2007

Fyrsta eignin til sölu með viðhaldsbók!

Fyrsta eignin með viðhaldsbók á V3.is er komin á sölulistann. Eignin sem um ræðir er 128 m2, 4-ra herbergja íbúð í Núpalind 8 Kópavogi. Áhugasamir kaupendur geta skyggnst inn í viðhaldsbók eignarinnar með því að smella á tengilinn ,,skoða" Viðhaldsbók. Heiti fasteignasölu svo og símanúmer tengiliðar/eiganda er tilgreint fyrir þá sem vilja fá nánari upplýsingar eða mæla sér mót við seljanda til að skoða eignina. Sjá nánar á nýjustu eignir í sölu á sölulista Viðhaldsbókar hússins - V3.is.

03 október 2007

Vilt þú hafa áhrif á sölu eignarinnar þinnar?

Skráðu þig og stofnaðu viðhaldsbók fyrir eignina þína á http://www.v3.is/. Þú setur inn upplýsingar um eignina þína, t.d. mat þitt á ástandi eignarinnar og fleira. Tilvonandi kaupendur geta skoðað upplýsingarnar á netinu, á V3.is. Þú auglýsir þannig eign þína til sölu án nokkurs kostnaðar. Og með dýrmætum upplýsingum um eignina þína.

Þú stjórnar því sjálfur hvaða upplýsingar þú vilt að birtist. Þú gefur upp nafn fasteignasölu og símanúmer sem tilvonandi kaupandi getur hringt í til að koma og skoða eignina ef við á.

Það sem þú þarft að gera er að "Nýskrá" þig á vef Viðhaldsbókar, setja eignina þína á eignalistann, velja atriði sem þú vilt fylla út fyrir þína eign og setja hana að lokum á sölulistann. Þú getur hvenær sem er bætt við og breytt upplýsingum um þína eign. Þú getur haft áhrif á sölu eignarinnar þinnar með því að gefa nákvæmar og aðgengilegar upplýsingar um hana. Auk þess birtist eignin þín á sölulista viðhaldsbókar þar sem kaupendur geta flett henni upp.
Þótt þú sért ekkert að hugsa um að setja eignina þína í sölu, geturðu stofnað viðhaldsbók fyrir hana og notað til að halda utan um allt viðhald sem þú stendur fyrir á eigninni þinni. Þú getur líka haldið utan um fagmenninan þína og hve ánægður þú ert með þá. Þú getur leitað að fagmanni sem aðrir notendur mæla með. Gjörðu svo vel að skrá þig á www.V3.is.





27 september 2007

Nú getur kaupandi leitað að eign í viðhaldsbók


Notendur viðhaldsbókar halda utan um viðhaldið sitt á http://www.v3.is/. Ef þeir ákveða að selja eignina sína, geta þeir heimilað tilvonandi kaupendum að skyggnast inn í viðhaldsbók eignarinnar. Þeir setja einfaldlega eignina sína á sölulistann. Velja Mínar eignir og Sölulisti og fylla út atriðin sem boðið er upp á. Kaupendur geta séð hvaða eignir í viðhaldsbók eru komnar í sölu með því að velja tengilinn Ert þú að leita að eign á forsíðu http://www.v3.is/


31 ágúst 2007

Bætt við skráningaratriðum fyrir viðhaldsverk



Nokkur ný atriði hafa bæst við skráningu viðhaldsverk. T.d dagsetning þegar færsla er fyrst skráð og reitur til að skrá upplýsingar um efni og tæki.

27 ágúst 2007

Sænautasel, vel uppgerður gamall torfbær

V3 vaktin var á Norðurlandi í sumar. Á ferðalaginu var tjaldað í Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Sænautasel var byggt árið 1843 um 530 m yfir sjávarmáli. Bærinn var í byggð til 1943. Sögu Sænautasels má lesa á síðunni http://nemendur.khi.is/svanbjar/torf/

Sænautasel er fallegur og skemmtilegur staður til að staldra við á og það borgar sig að taka á sig smá krók út af hringveginum. Boðið er upp á lummur og kaffi eða kakó. Í nágrenni Sænautasels eru miklir jökulruðningar sem kallaðir eru Grýlugarðar. V3 vaktin var 3 tíma að ganga þangað og til baka aftur. Myndirnar eru teknar af bænum í Sænautaseli og af Grýlugörðum.

Posted by Picasa

Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt




Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt. Notandi getur skráð hjá sér minnisatriði sem hann og aðeins hann sér. Myndirnar sýna yfirlit yfir minnisatriðin og endurbætt skráningarform
Má bjóða þér að halda utan um viðhaldið þitt? Gjörðu svo vel að skrá þig endurgjaldslaust á http://www.v3.is/

Viðhaldsbók hússins þíns gerir þér kleift að halda utan um viðhald eignar og/eða húsfélags!




22 ágúst 2007

Rafmagnstæki og húsgögn

Ný virkni bætist stöðugt við á vefinn http://www.v3.is/. Notendur viðhaldsbókar geta nú skráð hjá sér upplýsingar um tæki og húsgögn sem þeir kaupa. Þeir geta skráð hjá sér kaupdag, heiti verslunar, lengd ábyrgðar og ýmislegt fleira sem gott er að halda til haga varðandi kaup á hlut. Formið er undir tenglinum ,,Mínar síður" og heitir einfaldlega ,,Tæki og húsgögn". Þú þarft að vera skráður inn á vefinn til að nýta þér þetta form.
Skráning og notkun er án endurgjalds.
Ef þú hefur ekki komið áður, velurðu ,,Nýskrá"annars ,,Innskrá".
http://www.v3.is/

06 ágúst 2007

Útisturta í Fljótavík, Hornströndum

Fljótavík á Hornströndum er algjör náttúruperla. Lundabaggar voru þar á ferð sumarið 2006 og komu sér upp sturtuaðstöðu. Sturtan var köld og hressandi og svínvirkaði! Enginn vildi reyndar leyfa V3 vaktinni að taka mynd af sér í sturtunni.
Surtan er hugvitsamlega byggð úr plastbrúsa, málningardós, gömlu stelli af hjólbörum og garðslöngu. Sturtubotninn er úr plasti. Sturtan var ekki byggð til að standa nema í tvo daga og var að þeim loknum tekin niður og einingunum sem hún var byggð úr, skilað á sinn stað. Byggingameistarar voru Anna Ólöf og Björk.
Posted by Picasa

V3 vaktin á Norðurlandi

V3 vaktin heimsótti Laufás í Eyjafirði, sunnudaginn 15. júlí. Á Laufási var ,,starfsdagur" og kom V3 vaktin akkúrat að þegar störfum dagsins var að ljúka og dansinn tók við.
V3 vaktin heimsótti líka Akureyri í júlí. Athygli V3 vaktarinnar vakti vel uppgert gamalt hús í ,,Gilinu". Hús sem hefur staðið autt í alla vega 20 ár en hefur nú allt verið tekið í gegn. Verið er að klára að gera það upp að innan. Veitingastaður hefur þegar verið opnaður á efri hæð hússins en á neðri hæðinni er fyrirhugað að opna sælkeraverslun samkvæmt heimildum V3 vaktarinnar. Veitingahúsið og verslunin heita Friðrik V.
Inngangur sælkeraverslunarinnar blasir við þegar gengið er upp gilið. Verlsunin var ekki tilbúin þegar V3 vaktin átti leið hjá í júlí.
Fagmennirnir voru á fullu innandyra að koma versluninni í stand og gáfu sér tíma til að veifa V3 vaktinni sem tók mynd af þeim
Posted by Picasa

Garðar á þökum í Manhattan

V3 vaktin brá undir sig betri fætinum í júlí og heimsótti m.a. Manhattan, New York. Garðar á þökum háhýsanna vöktu athygli og hér er mynd sem sýnir myndarlegan garð á efstu hæð eins hússins.
Posted by Picasa

06 júlí 2007



3 gamlar myndir frá Lækjartorgi. Sú elsta er frá 1907, næsta frá 1917 og sú yngsta frá því um 1930.
Posted by Picasa

05 júlí 2007

Skemmtileg hirsla fyrir geisladiska


V3 vaktin rakst á skemmtilega mynd af hirslu fyrir geisladiska og birtir hana hér með.
Þessi geisladiskahirsla eða haldari er kallaður "Human CD holder". Hægt að kaupa fyrir $40 hér.

Sírena í blóma í Reykjavík

Sírenan var sett niður fyrir rúmum 20 árum síðan eða um 1985 Þetta er fyrsta sumarið sem hún er þakin blómum, áður hafa verið á henni blóm hér og þar. Fremst á myndinni sést glitta í plómutré sem var sett niður vorið 2005. Efst á trénu sést í kalkvisti sem komu í ljós í vor. Plómutréð er ekki farið að bera blóm.
Þetta er sama sírenan, bara tekið aðeins nær.
Posted by Picasa

20 júní 2007

Hvað kostar að selja fasteign?

V3 fylgist með því hvað það kostar að selja fasteign

Dagsetning könnunar
20.06.2007
Leitað var á ,,Google" undir leitarorðinu ,,fasteignasala". Leitað var að verðskrá/gjaldskrá eða upplýsingum um verð hjá fyrstu 20 fasteignasölum sem birtust.
Niðurstaða:
5 af 20 fasteignasölum sem voru skoðaðar birta einhverjar upplýsingar um kostnað vegna sölu.
15 af 20 fasteignasölum sem voru skoðaðar birta ekki upplýsingar um kostnað vegna sölu.
Sjá nánar á www.V3.is

15 júní 2007

Hvaða skref þarf að taka til að byrja?

Eftirfarandi geta skráðir notendur gert í Viðhaldsbók eigandans

1. Skrá eign á eignalistann. Viðhaldsbókin er búin til. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni fyrir eign sem notandinn á.
2. Skrá fagmann sem hefur unnið fyrir notanda, í ,,Simaskrána þína". Þetta er hægt að gera hvenær sem er. Það þarf þó að gerast áður en viðhaldsverk er skráð á viðkomandi fagmann.
3. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út upplýsingar um viðhaldsverk sem þú stendur fyrir eða hefur staði fyrir á eigninni þinni, eftir því sem við á. Þú getur hafið skráninguna þegar verk er í undirbúningi og bætt við færsluna eftir því sem verkinu miðar áfram. Upplýsingar sem þú skráir um verkið fylgja íbúðinni um ókomna tíð.
4. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út formið ,,Byggingarsaga". Það er hugsað fyrir þig til að halda saman upplýsingum um byggingarsögu eignarinnar. Getur birst á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
5. Hvenær sem þú vilt, geturðu fyllt út formið ,,Umhverfi", sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að hugsa um að setja eignina sína í sölu þar sem þessar upplýsingar geta birst á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
6. Hvenær sem er geturðu fyllt út formið ,,Ástandslýsing". Eitt form er fyllt út fyrir t.d. eldhúsið, annað fyrir baðherbergið o.s.frv. Þannig getur eigandi eignar metið ástand hvers rýmis og gert sínar viðhaldsáætlanir út frá því. Ástandslýsingu er líka gott að fylla út ef setja á eignina í sölu, hægt að birta á fasteignavef ef eign er sett í sölu.
7. Fylla út heimild til að birta valdar upplýsingar úr viðhaldsbókinni þinni vegna fyrirhugaðrar sölu eignarinnar þinnar. Þú stjórnar því hvaða upplýsingar eru birtar með því að merkja við viðeigandi færslur. Þeir sem hafa áhuga á eigninni þinni geta skoðað upplýsingarnar sem þú hefur samviskusamlega skráð um hana.
ATH: Tenging við fasteignavef er í undirbúningi og ekki frágengin þegar þetta er skrifað.

11 júní 2007

Ný virkni á V3.is - Vinna verk

,,Vinna verk" er ný virkni á www.V3.is. Á síðunni getur þú leitað að fagmanni sem aðrir fasteignaeigendur hafa skráð í viðhaldsbókina sína og eru ánægðir með. Nafn og símanúmer fagmanns sem fær ánægjueinkunn 4 eða 5 á skalanum 0 - 5 frá eiganda, birtist. Þú hefur samband við fagmanninn. Þægilegt!

Fagmaður sem vill að nafn hans birtist á síðunni, skráir sig inn á www.V3.is og skráir upplýsingar um sig og þjónustuna sem hann býður upp á. Fagmaður getur einnig skráð upplýsingar um verk sem hann framkvæmir í verkbók sína.

Þú getur leitað að fagmanni sem hefur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á hjá www.V3.is og sett þig í samband við fagmanninn. Einfalt og praktískt!

Enn ein nýjungin er að fagmenn geta leitað að húseigendum! Húseigendur skrá sig inn á V3.is og búa til viðhaldsbók með því að skrá eign sína á eignalistann, sér að kostnaðarlausu. Þegar inn er komið, býr notandi til útboðslýsingu sem birtist á www.V3.is undir ,,Vinna verk" og ,, Fagmenn leita".

,,Vinna verk" tengir þannig saman húseigendur og fagmenn og öfugt. Dreifið gjarnan upplýsingunum um vefinn sem tengir saman húseigendur og fagmenn. Því fleiri sem nýta sér vefinn, þeim mun betur nýtist hann öllum!

Viðhaldsbók hússins míns er fyrir fasteignaeigendur, húsfélög og fagmenn. Notkun er án endurgjalds.

www.V3.is

06 júní 2007

Leiðbeiningar: Skrá eign á eignalista



Borið hefur á vandamálum við skráningu eignar á eignalista. Ef aðeins ein eign er í húsinu verður notandi þrátt fyrir það að velja hana þ.a. færslan "litist blá"!



Leiðbeiningar:
1. Slá inn götuheiti og númer og velja sveitarfélag. Ef ekkert er valið er "Reykjavík" sjálfvalið.
2. Smella á hnappinn"Sækja"
Þá líður smá stund og texti birtist á listanum "Fasteignir"
3. Velja fasteign og í kassanum "Eignir" birtast ein eða fleiri íbúðir/eignir. Velja sína eign. Ef aðeins ein eign birtist þarf samt að velja hana.
4. Fylla út kennitölu húsfélags ef við á og hvort notandi sé í stjórn húsfélags. Má sleppa þessu og fylla þetta út síðar.
5. Smella á hnappinn "Skrá mína eign".
Ef allt gengur upp koma boðin " Eign þín hefur verið skráð".
Hafa samband í tölvupósti á vbok@vbok.is ef þetta gengur ekki upp.

05 júní 2007

V3 opnar rafræna viðhaldsbók á netinu

Síðastliðið haust fór ég á Brautargengisnámskeið á vegum IMPRU. Brautargengisnámskeiðin eru fyrir konur sem hafa áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki. Viðskiptahugmyndin mín var að opna vef sem innihéldi rafræna viðhaldsbók sem fólk gæti notað til að halda utan um framvkæmdir á eignunum sínum. Sumarið 2006 fór ég með syni mínum að skoða nokkrar íbúðir sem voru til sölu. Marg oft kom það fyrir að eigandi íbúðar hafði litlar sem engar hugmyndir um það sem gert hafði verið við eign hans! Hann vissi jafnvel ekki hvort skólplagnir væru endurnýjaðar eða ekki í 60 ára gömlu húsi. Ég sá að brýnt væri að búa til vef þar sem fólk gæti skráð sig inn og skráð upplýsingar um framkvæmdir sem það stæði fyrir á eign sinni. Og þessar upplýsingar myndu fylgja íbúðinni eftir það.

Og nú er hugmyndin orðin að veruleika. Ég stofnaði fyrirtæki, Viðhaldsbók ehf í febrúar. Og er nú búin að opna viðhaldsbókina á slóðinni www.V3.is

Þú sem lest þetta, ert velkominn að skoða síðuna V3.is og skrá þig inn. Notkunin er þér að kostnaðarlausu. Verkefnið hefur verið styrkt af "Átaki til atvinnusköpunar" og "Styrkir til atvinnumála kvenna".
Þóra Jónsdóttir