31 ágúst 2007

Bætt við skráningaratriðum fyrir viðhaldsverk



Nokkur ný atriði hafa bæst við skráningu viðhaldsverk. T.d dagsetning þegar færsla er fyrst skráð og reitur til að skrá upplýsingar um efni og tæki.

27 ágúst 2007

Sænautasel, vel uppgerður gamall torfbær

V3 vaktin var á Norðurlandi í sumar. Á ferðalaginu var tjaldað í Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Sænautasel var byggt árið 1843 um 530 m yfir sjávarmáli. Bærinn var í byggð til 1943. Sögu Sænautasels má lesa á síðunni http://nemendur.khi.is/svanbjar/torf/

Sænautasel er fallegur og skemmtilegur staður til að staldra við á og það borgar sig að taka á sig smá krók út af hringveginum. Boðið er upp á lummur og kaffi eða kakó. Í nágrenni Sænautasels eru miklir jökulruðningar sem kallaðir eru Grýlugarðar. V3 vaktin var 3 tíma að ganga þangað og til baka aftur. Myndirnar eru teknar af bænum í Sænautaseli og af Grýlugörðum.

Posted by Picasa

Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt




Minnisbókin í viðhaldsbók hefur verið endurbætt. Notandi getur skráð hjá sér minnisatriði sem hann og aðeins hann sér. Myndirnar sýna yfirlit yfir minnisatriðin og endurbætt skráningarform
Má bjóða þér að halda utan um viðhaldið þitt? Gjörðu svo vel að skrá þig endurgjaldslaust á http://www.v3.is/

Viðhaldsbók hússins þíns gerir þér kleift að halda utan um viðhald eignar og/eða húsfélags!




22 ágúst 2007

Rafmagnstæki og húsgögn

Ný virkni bætist stöðugt við á vefinn http://www.v3.is/. Notendur viðhaldsbókar geta nú skráð hjá sér upplýsingar um tæki og húsgögn sem þeir kaupa. Þeir geta skráð hjá sér kaupdag, heiti verslunar, lengd ábyrgðar og ýmislegt fleira sem gott er að halda til haga varðandi kaup á hlut. Formið er undir tenglinum ,,Mínar síður" og heitir einfaldlega ,,Tæki og húsgögn". Þú þarft að vera skráður inn á vefinn til að nýta þér þetta form.
Skráning og notkun er án endurgjalds.
Ef þú hefur ekki komið áður, velurðu ,,Nýskrá"annars ,,Innskrá".
http://www.v3.is/

06 ágúst 2007

Útisturta í Fljótavík, Hornströndum

Fljótavík á Hornströndum er algjör náttúruperla. Lundabaggar voru þar á ferð sumarið 2006 og komu sér upp sturtuaðstöðu. Sturtan var köld og hressandi og svínvirkaði! Enginn vildi reyndar leyfa V3 vaktinni að taka mynd af sér í sturtunni.
Surtan er hugvitsamlega byggð úr plastbrúsa, málningardós, gömlu stelli af hjólbörum og garðslöngu. Sturtubotninn er úr plasti. Sturtan var ekki byggð til að standa nema í tvo daga og var að þeim loknum tekin niður og einingunum sem hún var byggð úr, skilað á sinn stað. Byggingameistarar voru Anna Ólöf og Björk.
Posted by Picasa

V3 vaktin á Norðurlandi

V3 vaktin heimsótti Laufás í Eyjafirði, sunnudaginn 15. júlí. Á Laufási var ,,starfsdagur" og kom V3 vaktin akkúrat að þegar störfum dagsins var að ljúka og dansinn tók við.
V3 vaktin heimsótti líka Akureyri í júlí. Athygli V3 vaktarinnar vakti vel uppgert gamalt hús í ,,Gilinu". Hús sem hefur staðið autt í alla vega 20 ár en hefur nú allt verið tekið í gegn. Verið er að klára að gera það upp að innan. Veitingastaður hefur þegar verið opnaður á efri hæð hússins en á neðri hæðinni er fyrirhugað að opna sælkeraverslun samkvæmt heimildum V3 vaktarinnar. Veitingahúsið og verslunin heita Friðrik V.
Inngangur sælkeraverslunarinnar blasir við þegar gengið er upp gilið. Verlsunin var ekki tilbúin þegar V3 vaktin átti leið hjá í júlí.
Fagmennirnir voru á fullu innandyra að koma versluninni í stand og gáfu sér tíma til að veifa V3 vaktinni sem tók mynd af þeim
Posted by Picasa

Garðar á þökum í Manhattan

V3 vaktin brá undir sig betri fætinum í júlí og heimsótti m.a. Manhattan, New York. Garðar á þökum háhýsanna vöktu athygli og hér er mynd sem sýnir myndarlegan garð á efstu hæð eins hússins.
Posted by Picasa