06 júní 2007

Leiðbeiningar: Skrá eign á eignalista



Borið hefur á vandamálum við skráningu eignar á eignalista. Ef aðeins ein eign er í húsinu verður notandi þrátt fyrir það að velja hana þ.a. færslan "litist blá"!



Leiðbeiningar:
1. Slá inn götuheiti og númer og velja sveitarfélag. Ef ekkert er valið er "Reykjavík" sjálfvalið.
2. Smella á hnappinn"Sækja"
Þá líður smá stund og texti birtist á listanum "Fasteignir"
3. Velja fasteign og í kassanum "Eignir" birtast ein eða fleiri íbúðir/eignir. Velja sína eign. Ef aðeins ein eign birtist þarf samt að velja hana.
4. Fylla út kennitölu húsfélags ef við á og hvort notandi sé í stjórn húsfélags. Má sleppa þessu og fylla þetta út síðar.
5. Smella á hnappinn "Skrá mína eign".
Ef allt gengur upp koma boðin " Eign þín hefur verið skráð".
Hafa samband í tölvupósti á vbok@vbok.is ef þetta gengur ekki upp.