Skemmtileg útfærsla á hönkum fyrir baðherbergið
Úrræðagóðan náunga vantaði hanka á baðherbergið sitt. Hann vildi ekki nýja hanka og vildi lausn sem myndi gæða baðherbergisvegginn nýju lífi. Hugmyndin sem hann fékk og útfærði var að kaupa alls konar gamla hanka og mála þá í sama lit og festa á fjöl sem yrði fest á baðherbergisvegginn. Hann fór í verslun sem selur gamla muni og á flóamarkað og kom heim með nokkra mismunandi hanka.
Hann sauð hankana til að losa þá við óhreinindi og fitu, festi hankana á fjöl og málaði. Við bíðum eftir að sjá framhaldið........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli