V3.is óskar notendum sínum öllum gleðilegs nýs árs.
Árið 2008 er gengið í garð og við hæfi að líta yfir það sem áunnist hefur á árinu 2007. Í febrúar 2007 var fyrirtækið Viðhaldsbók ehf stofnað. Um vorið leit fyrsta útgáfa vefsins http://www.vidhaldsbok.is/ dagsins ljós. Fljótlega var fjárfest í léninu V3.is og sótt um skrásetningu merkisins V3 til Einkaleyfastofu. V3 var skrásett sem vörumerki á árinu.
V3 stendur fyrir þrjár rafrænar bækur, sem eru aðgengilegar notendum í gegnum vefinn http://www.v3.is/. Bækurnar eru: Viðhaldsbók fasteignaeigandans, viðhaldsbók húsfélagsins og verkbók fagmannsins.
Megin þungi vinnunnar við vefinn á árinu 2007 hefur verið að fá fram lágmarksvirkni, fá ákveðin atriði til að virka. Flest þessara atriða eru komin inn og virka. Minni áhersla var lögð á útlitið á vefnum, fyrr en í lok ársins en þá var athyglinni beint að útlitinu. Vinna við það svo og áframhaldandi vinna með virkni vefsins heldur áfram á nýju ári.
Eftirfarandi eru megin atriðin sem náðst hafa á árinu 2007:
B. Fasteignaeigendur geta skráð hjá sér í gagnagrunn, upplýsingar um viðhald sem þeir standa fyrir á eignum sínum. Auk þess skrá þeir hjá sér upplýsingar um fagmenn sína og mæla með þeim ef þeir eru ánægðir með þá. Allir geta farið á vefinn og leitað sér að fagmanni sem húseigendurm mæla með
C. Eigandi eignar í húsfélagi getur skráð kennitölu húsfélagsins á eignalistann sinn og fengið aðgang að viðhaldsbók húsfélagsins. Hann getur skráð í hana viðhaldsverk og fleira sem snýr að húsfélaginu
D. Fagmaður getur skráð upplýsingar um sig og þjónustu sem hann býður upp á. Allir geta leitað að fagmanni sem skráir sig á V3.is
E. V3 vaktin er bloggsíða V3 þar sem ýmsum upplýsingum er komið á framfæri
F. http://www.spjallbord.com/ er spjallborð á vegum V3.is. Þar geta fasteignaeigendur, fagmenn og þeir sem áhuga hafa á málefninu, spjallað um allt sem snýr að fasteignum, viðhaldi þeirra og málefni því tengd
G. V3 pósthópur hefur verið stofnaður. Þeir sem óska eftir að vera í pósthópi og fá öðru hvoru fréttir af V3.is, geta skráð sig í pósthópinn með því að fylla út beiðni um aðgang á eftirfarandi slóð: http://groups.google.com/group/v3is
H. Finna leið. Vegvísun á netinu. Notandi velur upphafsstað og áfangastað eru tilteknir, birtist kort sem sýnir leiðina milli tveggja staða. Notandinn flyst yfir á vef Map24 og kortið birtist þar
Ýmislegt fleira hefur verið á dagskránni á árinu og má þar nefna fróðleikskaflann og möguleikann að opna viðhaldsbók eignar sem er í sölu.
Markmið ársins 2008 er að þróa vefinn áfram og koma honum betur á framfæri.
Fyrir hönd V3.is - Viðhaldsbókar ehf, sendi ég ykkur öllum mínar bestu kveðjur.
Þóra Jónsdóttir, tölvunarfræðingur
Þóra Jónsdóttir, tölvunarfræðingur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli