Fasteignarleitarvefir eru í dag tveir á Íslandi, vefur mbl.is og vefur habil.is.
Í afmælisriti Félags fasteignasala, maí 2008, kemur fram í viðtali við Grétar Jónasson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, að félagið mun á næstunni kynna nýjan fasteignaleitarvef, www.fasteignir.is.
Tilgangurinn er að auðelda fólki að finna eignir á netinu og bæta gæði auglýsinga vegna eigna sem eru til sölu. Fasteignasalarnir eru þeir sem skrá eignir á sölu og þeir búa yfir öllum upplýsingunum sem til þarf til að reka góðan fasteignarleitarvef. Auk upplýsingar um eignir á söluskrá er ætlunin að birta ýmsar gagnlegar upplýsingar á vefnum.
Fyrirhugað er að opna vefinn formlega í ágúst 2008.
V3.is óskar Félagi fasteignasala til hamingju með fyrirhugaðan vef. Það verður spennandi að fylgjast með þróun fasteignaleitarvefja næstu mánuðina. Ætli einhverjum detti í hug að tengill í rafræna viðhaldsbók fasteignar í sölu, gæti verið áhugaverður valkostur á fasteignaleitarvef?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli