19 janúar 2012

Viðhaldsbók og Nagli.is

Góðan daginn kæru notendur Viðhaldsbókar.

Vefurinn www.vidhaldsbok.is (www.V3.is) er um þessar mundir að sameinast vefsíðunni www.nagli.is og mun verða lagður niður í núverandi mynd. Ég mæli með að fólk flytji sig yfir á www.nagli.is en áætlað er að núverandi viðhaldsgögn sem fólk hefur hingað til skráð í viðhaldsbókina sína, flytjist yfir á vef naglans. Yfirfærslan verður virk á næstu dögum og ættu allir notendur að fá tölvupóst frá aðstandendum nagli.is.

Frá opnum Viðhaldsbókarvefsins, vorið 2007, hafa 615 notendur skráð sig inn á síðuna og eru þeir mjög misvirkir. Samtals eru viðhaldfærslurnar á fasteignir 354 og á húsfélög 40.

Vefurinn var settur upp vegna áhuga undirritaðrar á viðhaldsmálum fasteigna og tel ég að regluleg skráning viðhalds fasteigna sé mikilvæg bæði fyrir fasteignaeigandann sjálfan og svo þegar fasteignin er seld. Þá er gott að geta sýnt lista yfir framkvæmdir sem eigandinn hefur látið framkvæma á eigninni eða unnið sjálfur. Auk þess gagnast góð viðhaldsbók eigandanum sjálfum mjög vel, því við erum svo fljót að gleyma því hvenær við framkvæmdum hlutina. En ef við færum það samviskusamlega til bókar, þá getum við alltaf flett því upp.....

Mér hefur einnig oft dottið í hug af hverju t.d. tryggingafélög hvetji ekki viðskiptavini sína til að halda skrá yfir viðhald fasteigna sinna? Maður gæti hugsað sér að sá sem getur sýnt fram á að halda eign sinni vel við, gæti farið fram á lægri iðgjöld á húseigendatryggingunni sinni svo dæmi sé tekið? Brunabótamatið, mætti líka að einhverju leiti byggja á viðhaldsögu ef hún væri almennt samviskusamlega skráð.

En nú er semsé Viðhaldsbókin að renna inn í vefinn www.nagli.is og hvet ég ykkur, kæru notendur til að skrá framvegis viðhald fasteigna ykkar á nýja vefinn og nýta ykkur jafnframt þau tækifæri sem vefurinn býður upp á.

Með kveðjum,
Þóra
vbok@vbok.is

Engin ummæli: