Jæja, ég er búin að skoða nokkrar sumarhúsabyggðir í Borgarfirðinum og líst vel á allflesta staðina. Ég er ekki enn búin að gera upp við mig hvort ég vilji byrja á að leigja mér lóð og byggja bústað frá grunni eða kaupa eldri bústað. En ég vil gjarnan vera á leigulóð.
Ég ákvað í dag að skoða núna fjármálin betur og leit á heimasíður bankanna. Hvaða lánakjör ætli séu í boði fyrir fólk eins og mig sem langar í sumarbústað?
Jú, því miður, það eru ekki góðar fréttir. Bankarnir virðast lána til að byggja eða kaupa sumarbústað og/eða lóð. Þeir bjóða sýnist mér allir verðtryggð lán með 10 -12% vöxtum! Hvorki meira né minna. Þetta finnst mér of háir vextir ofan á verðtrygginguna. Það borgar sig greinilega að BÍÐA og LEGGJA FYRIR og sjá hvað gerist á sumarhúsamarkaðnum og lánamarkaðnum næsta árið......
Með V3 kveðju. Þ.
Veist þú að þú getur, endurgjaldslaust, fært viðhald eignarinnar þinnar til bókar á vefnum: www.V3.is - Viðhaldsbók hússins þíns
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli