Hjón sem ég veit um, keyptu leigulóðarétt á sumarhúsasvæði á Suðurlandi í vor, fyrir ca 7-800.000 kr. Lóðarleigan er um 30.000 kr. á ári og leigutíminn ca 25 ár. Nú, í ágústbyrjun, er komið upp hús og þau farin að vera í bústaðnum. Það er reyndar ekki alveg tilbúið en næstum því. Og allt hefur gengið vel. Þá vaknar spurningin? Hvernig fóru þau að?
Þau keyptu bústað sem var seldur til flutnings. Bústaðurinn var í alveg ágætisstandi en eigendur hans ætluðu að fá sér stærri bústað. Þau fengu menn til að grafa holu og steypa stólpa/sökkla og fylla holuna með rauðamöl. Því næst kom húsið í heilu lagi og var lagt ofan á undirstöðurnar. Þar á það að standa í eitt ár þar til það verður endanlega boltað niður.
Nú ver verið að leggja síðustu hönd á rotþróna og vatns/raflagnir. Þetta hefur tekið ævintýralega stuttan tíma! Því miður veit ég ekki hver heildarkostnaðurinn er orðinn, en ef til vill áskotnast mér þær upplýsingar síðar. Þau létu drauminn rætast og óska ég þeim til hamingju með bústaðinn sinn! Ég læt mig enn dreyma, er reyndar núna með 3 sumarbústaði í sigtinu og lóðir á þremur stöðum. Ég ætla að bíða aðeins til að sjá hvernig verðið mun þróast fram á næsta vor. Á meðan er meiningin að leggja fyrir. Ef til vill get ég gert tilboð í sumarbústað eða lóð (leigulóð) næsta vor?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli