Á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda er vakin athygli á að allir leigutakar sem eru með (sumarhúsa)lóð á leigu og leigusamning sem rennur út fyrir 1. júlí 2010, þurfi að tilkynna leigusala/landeiganda að þeir óski eftir að framlengja leigusamninginn FYRIR 1.SEPTEMBER 2008! Það eru ekki margir dagar til stefnu. Með því að tilkynna landeiganda þetta framlengist leigusamningurinn um eitt ár en þó ekki lengur en til 1. júlí 2010.
Þetta virðist snúið, það er eins gott að kynna sér lögin um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, þau eru birt á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda: Lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús
Ég ætla að skoða þessi lög betur við tækifæri til þess að átta mig á því hvort það sé nokkuð mjög slæmt að kaupa sumarbústað á leigulóð frekar en að borga 2-4 milljónir fyrir landið og vera eigandi þess. Meira síðar......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli