Eitt gott haust fyrir fáeinum árum, blómstraði gulsópurinn og sírenan í garðinum mínum um miðjan september. Báðar tegundirnar blómstruðu á fullu, reyndar aðeins minna en fyrri hluta sumars. Nú sýnist mér að þetta sé að gerast aftur. Ég sé eitt blóm á sírenunni en nokkur á gulsópnum. Ég hef tekið eftir því að gulsópar í fleiri görðum eru líka farnir að blómstra. Nú verður spennandi að sjá hvernig hitastigið verður næstu daga og fylgjast með því hvort sírenan blómstri aftur eins og hún gerði í september árið 2003.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna sírenuna í blóma í september árið 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli